Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, urðu ekki alvarleg slys á fólki í árekstrinum. Lögreglumenn og fleiri viðbragðsaðilar séu enn að störfum á vettvangi og því liggi frekari upplýsingar ekki fyrir að svo stöddu.

Af myndum að dæma er talsverð hálka á Eyrarbakkavegi og Sveinn Kristján segir ekki ólíklegt að hálka hafi orsakað áreksturinn. Hált sé á öllum vegum í umdæminu.