Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2025 19:01 Þorvaldur Örlygsson var gripinn eftir fund KSÍ með Arnari á Hilton í dag. Hann staðfesti að öll þrjú starfsviðtölin væru afstaðin. Næst á dagskrá er að taka ákvörðun milli aðilanna þriggja. Vísir/Sigurjón Starfsviðtöl mögulegra landsliðsþjálfara karla í fótbolta eru afstaðin og það eina sem stendur eftir er að ákveða hvern aðilanna þriggja sem koma til greina á að ráða. Þetta segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi. Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira