Borgin hefur þannig gengið til viðræðna við tvö fasteignafélög um að útvega húsnæði. Annarsvegar er um að ræða nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hinsvegar er um að ræða stækkun á skóla Ármúla.
Þá verður rætt við nokkra ráðherra í ríkisstjórninni að loknum ríkisstjórnarfundi sem fram fór í morgun og heyrum í fjármálaráðherra sem segir brýnt að áfengislöggjöfin verði skýrð, en áfengisverslunin Sante hefur nú opnað sýningarrými þar sem hægt er að skoða vörurnar áður en þær eru keyptar í gegnum netið.
Einnig fjöllum við áfram um gróðureldana í Los Angeles og segjum frá nýju þjóðarátki sem Á allra vörum eru að hrinda af stokkunum.
Í íþróttapakka dagsins eru það svo strákarnir okkar í handboltalandsliðinu sem sýndu ágætis takta í fyrri æfingaleik fyrir HM.