Júlíus hefur á sama tíma skrifað undir fimm ára samning við Elfsborg eða út árið 2029. Félagið segir frá fréttunun á heimasíðu sinni.
Júlíus er 26 ára varnartengiliður sem hefur verið fyrirliði sinna liða bæði heima á Íslandi og í Noregi.
Júlíus er einn dýrasti leikmaður í sögu sænska félagsins því kaupverðið er um ein milljón evra og gæti hækkað upp í eina og hálfa milljón evra. Endanlegt kaupverð gæti því verið í kringum 225 milljónir íslenskra króna.
Júlíus spilaði með Víkingi hér á Íslandi áður en hann var seldur til Fredrikstad fyrir 2022 tímabilið.
Hann var fljótlega gerður að fyrirliða Fredrikstad og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í norsku úrvalsdeildinni.
Júlíus átti mjög gott tímabil i úrvalsdeildinni á síðasta ári en liðið varð bikarmeistari. Júlíus skoraði sigurmarkið í vítaspyrnukeppninni og tók síðan við bikarnum í leikslok.
Hjá Elfsborg er líka Eggert Aron Guðmundsson sem keyptur var frá Stjörnunni fyrir ári síðan.