Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 21:00 Gunnar segir það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi dregið gæsirnar til bana. Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir. „Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“ Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira