„Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 11:59 Af þeim fuglum sem hafa greinst með fuglainflúensuna H5N5 á höfuðborgarsvæðinu er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. Þessa mynd tók Gunnar Þór Hallgrímsson prófessor í Vatnsmýrinni um helgina. Gunnar Þór Hallgrímsson Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira