Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr vasa Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 16:34 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Einar Árnason Forstjóri flugfélagsins Play furðar sig á því að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki virkjað rammasamning við félagið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Sjúklingar sem vilja heldur fljúga með Play þurfa að leggja út fyrir sínum miðum, sem þarf ekki að gera ef flogið er með Icelandair. Að sögn Einar Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, hefur félagið gert svokallaðan rammasamning við ríkið en einstaka stofnanir þurfi að virkja samninginn fyrir sitt leyti svo unnt sé að nota hann. Það hafi aðeins lítill hluti opinberra stofnanna gert. „Síðan við fengum rammasamning við ríkið, sem hefur verið í gildi 2023 og 2024, tvö ár, þá hafa stofnanir ríkisins keypt miða af okkur fyrir níu milljónir króna en samtals fyrir 640 milljónir. Þannig að við erum með um 1,4 prósent af keyptum flugmiðum. Eitthvað af því er innanlandsflug eða til borga sem við fljúgum ekki til en umsvif okkar eru auðvitað ansi mikið meiri en þetta gefur til kynna.“ Fólki beint til Icelandair Einar Örn segir að málið hafi komist í hámæli innan Play þegar starfsmaður félagsins þurfti að komast til Hamborgar í Þýskalandi til þess að sækja sér læknisþjónustu. Play er eina flugfélagið sem flýgur beint til Hamborgar. Sjúkratryggingar Íslands, sem er sú stofnun ríkisins sem flesta flugmiða kaupir, hafi beint starfsmanninum til Icelandair, sem gat aðeins boðið upp á flug með millilendingu. Þegar starfsmaðurinn hafi spurt hvort ekki væri hægt að fljúga honum beint með Play frekar hafi honum verið tjáð að hann þyrfti að greiða fargjaldið með Play úr eigin vasa og fá það endurgreitt. Starfsmaðurinn hafi ekki verið aflögufær og því þegið far með Icelandair, með millilendingu í Kaupmannahöfn. „Þetta er alveg örugglega dýrara fyrir Sjúkratryggingar og í þessu tilfelli mjög umhendis fyrir starfsmanninn.“ Hafa ítrekað rætt við Sjúkratryggingar Sem áður segir er engin stofnun ríkisins sem kaupir fleiri flugmiða en Sjúkratryggingar Íslands. Því segir Einar Örn að forsvarsmenn Play hafi lengi reynt að fá stofnunina til þess að virkja rammasamning. Ítrekað hafi verið fundað með stjórnendum stofnunarinnar en samningurinn fáist enn ekki virkjaður. Hjá Icelandair starfar sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem fólki er bent á hafa samband við á vef Sjúkratrygginga. Sá starfsmaður sér þá um að bóka flugið og innheimta hjá Sjúkratryggingum, án þess að sá sem flugið nýtir borgi fyrir. Einar Örn segir það ekki standa á Play að koma á fót slíku kerfi sín megin og að Sjúkratryggingar fáist hreinlega ekki til að virkja rammasamninginn. Árið 2023 hafi SÍ greitt 86 milljónir króna fyrir fargjöld og 63 milljónir króna í fyrra. Reikna megi með því að meginþorri þeirra greiðslna hafi runnið til Icelandair. Enda sé ekki hlaupið að því fyrir fólk sem þarf að sækja lækniþjónustu erlendis að leggja út fyrir þeim kostnaði. Þá séu tugir flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi og því væri eðlilegast að fólk gæti snúið sér til óháðrar ferðaskrifstofu. Leti eða punktum um að kenna Einar Örn segist hafa rætt það ítrekað í gegnum tíðina við hina ýmsu stjórnmálamenn og embættismenn hvers vegna stofnanir ríkisins versli ekki við önnur flugfélög en Icelandair. „Annað hvort er þetta einhver leti eða það finnst öllum voða kósí að fá vildarpunktana. Ég veit ekki hvað það er en það gerir allavega enginn neitt. Kannski vilja alþingismenn, og starfsmenn Ríkisskattstjóra og Samkeppniseftirlitsins, og allir sem ættu að gera eitthvað í málinu, fá punktana. Svo þeir gera bara ekki neitt.“ Vísir hefur sent Sjúkratryggingum Íslands fyrirspurn þar sem óskað er eftir svörum um það hverju sætir að rammasamningur er ekki virkjaður við önnur flugfélög en Icelandair. Henni hefur ekki verið svarað. Play Icelandair Tryggingar Tengdar fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. 10. janúar 2025 11:40 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Að sögn Einar Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, hefur félagið gert svokallaðan rammasamning við ríkið en einstaka stofnanir þurfi að virkja samninginn fyrir sitt leyti svo unnt sé að nota hann. Það hafi aðeins lítill hluti opinberra stofnanna gert. „Síðan við fengum rammasamning við ríkið, sem hefur verið í gildi 2023 og 2024, tvö ár, þá hafa stofnanir ríkisins keypt miða af okkur fyrir níu milljónir króna en samtals fyrir 640 milljónir. Þannig að við erum með um 1,4 prósent af keyptum flugmiðum. Eitthvað af því er innanlandsflug eða til borga sem við fljúgum ekki til en umsvif okkar eru auðvitað ansi mikið meiri en þetta gefur til kynna.“ Fólki beint til Icelandair Einar Örn segir að málið hafi komist í hámæli innan Play þegar starfsmaður félagsins þurfti að komast til Hamborgar í Þýskalandi til þess að sækja sér læknisþjónustu. Play er eina flugfélagið sem flýgur beint til Hamborgar. Sjúkratryggingar Íslands, sem er sú stofnun ríkisins sem flesta flugmiða kaupir, hafi beint starfsmanninum til Icelandair, sem gat aðeins boðið upp á flug með millilendingu. Þegar starfsmaðurinn hafi spurt hvort ekki væri hægt að fljúga honum beint með Play frekar hafi honum verið tjáð að hann þyrfti að greiða fargjaldið með Play úr eigin vasa og fá það endurgreitt. Starfsmaðurinn hafi ekki verið aflögufær og því þegið far með Icelandair, með millilendingu í Kaupmannahöfn. „Þetta er alveg örugglega dýrara fyrir Sjúkratryggingar og í þessu tilfelli mjög umhendis fyrir starfsmanninn.“ Hafa ítrekað rætt við Sjúkratryggingar Sem áður segir er engin stofnun ríkisins sem kaupir fleiri flugmiða en Sjúkratryggingar Íslands. Því segir Einar Örn að forsvarsmenn Play hafi lengi reynt að fá stofnunina til þess að virkja rammasamning. Ítrekað hafi verið fundað með stjórnendum stofnunarinnar en samningurinn fáist enn ekki virkjaður. Hjá Icelandair starfar sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem fólki er bent á hafa samband við á vef Sjúkratrygginga. Sá starfsmaður sér þá um að bóka flugið og innheimta hjá Sjúkratryggingum, án þess að sá sem flugið nýtir borgi fyrir. Einar Örn segir það ekki standa á Play að koma á fót slíku kerfi sín megin og að Sjúkratryggingar fáist hreinlega ekki til að virkja rammasamninginn. Árið 2023 hafi SÍ greitt 86 milljónir króna fyrir fargjöld og 63 milljónir króna í fyrra. Reikna megi með því að meginþorri þeirra greiðslna hafi runnið til Icelandair. Enda sé ekki hlaupið að því fyrir fólk sem þarf að sækja lækniþjónustu erlendis að leggja út fyrir þeim kostnaði. Þá séu tugir flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi og því væri eðlilegast að fólk gæti snúið sér til óháðrar ferðaskrifstofu. Leti eða punktum um að kenna Einar Örn segist hafa rætt það ítrekað í gegnum tíðina við hina ýmsu stjórnmálamenn og embættismenn hvers vegna stofnanir ríkisins versli ekki við önnur flugfélög en Icelandair. „Annað hvort er þetta einhver leti eða það finnst öllum voða kósí að fá vildarpunktana. Ég veit ekki hvað það er en það gerir allavega enginn neitt. Kannski vilja alþingismenn, og starfsmenn Ríkisskattstjóra og Samkeppniseftirlitsins, og allir sem ættu að gera eitthvað í málinu, fá punktana. Svo þeir gera bara ekki neitt.“ Vísir hefur sent Sjúkratryggingum Íslands fyrirspurn þar sem óskað er eftir svörum um það hverju sætir að rammasamningur er ekki virkjaður við önnur flugfélög en Icelandair. Henni hefur ekki verið svarað.
Play Icelandair Tryggingar Tengdar fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. 10. janúar 2025 11:40 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. 10. janúar 2025 11:40