Íslenski boltinn

Atli á leið til Víkings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Þór Jónasson hefur skorað átta mörk í fjörutíu leikjum í efstu deild.
Atli Þór Jónasson hefur skorað átta mörk í fjörutíu leikjum í efstu deild. vísir/diego

Framherjinn hávaxni, Atli Þór Jónasson, er genginn í raðir Víkings frá HK. Frá þessu greinir Hjörvar Hafliðason á X.

Samkvæmt Hjörvar náðu Víkingur og HK samkomulagi um kaup á Atla um helgina.

Atli skoraði sjö mörk í 24 leikjum í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Sumarið 2023 skoraði hann eitt deildarmark í sextán leikjum.

Atli kom til HK frá Hamri fyrir tveimur árum. Hann skoraði 26 mörk í 51 leik fyrir Hamar í 4. deildinni.

Hinn 22 ára Atli er þriðji leikmaðurinn sem Víkingur fær eftir að síðasta tímabili lauk. Áður voru Sveinn Margeir Hauksson og Daníel Hafsteinsson komnir frá KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×