Í tilkynningu segir að hugbúnaðarlausnir Klappa geri fyrirtækjum kleift að uppfylla kröfur um upplýsingagjöf í sjálfbærni með einföldum og skilvirkum hætti. Klappir dreifi hugbúnaðinum í gegnum net samstarfsaðila sem nái til um 25 landa.
„Íris gegndi áður stöðu yfirmanns þjónustu og sjálfbærni hjá Klöppum frá árinu 2023. Áður starfaði hún í áratug hjá Chr. Hansen í Danmörku í ýmsum störfum en allar á sviði sjálfbærni. Hún var m.a yfirmaður umhverfismála og var yfir teymi sérfræðinga hjá fyrirtækinu sem er leiðandi á heimsvísu í lífvísindum og náttúrulegum hráefnum.
Í nýja starfi sínu hjá Klöppum mun Íris bera ábyrgð á að afla nýrra viðskiptatækifæra sem og að efla samstarf við samstarfsaðila fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni.