Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2025 07:19 Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 15 og á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 16 og verða þær í gildi fram á nótt. Vísir/RAX Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt í dag þar sem víða má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu en heldur hvassari í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir taka þar gildi eftir hádegi. Á vef Veðurstofunnar segir að það verði rigning eða skúrir víða um land, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til níu stig. Kalt loft kemur um tíma á Vestfirðir nú í morgunsárið með norðaustanátt, snjókomu og líkum á erfiðum aksturskilyrðum, en hlýnar aftur fyrir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi á norðvestanverðu landinu eftir hádegi í dag þar sem von er á stormi í vindstrengjum. Viðvörunin tekur gildi á Breiðafjarðarsvæðinu klukkan 13 í dag og verður í gildi til miðnættis. Þar má reikna með að vindur geti náð 35 metrum á sekúndu í hviðum. Á Vestfjörðum tekur viðvörunin gildi klukkan 15 og á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 16 og verða þær í gildi fram á nótt. Þar má sömuleiðis reikna með að vindstyrkur geti náð 35 metrum á sekúndu við fjöll og að varasamar aðstæður geti skapast fyrir ökutæki. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan „Á morgun fer lægð þvert yfir landið. Á vestanverðu landinu verður vestlæg átt 5-10 m/s, snjókoma eða slydda með köflum og hiti nálægt frostmarki, en á Suðausturlandi verður sunnan 8-15, rigning og hiti 3 til 6 stig. Þurrt að mestu norðaustantil. Síðdegis fer lægðin til norðurs frá landi, snýst þá í norðvestlæga átt, kólnar og styttir smám saman upp, dálítil él fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnantil. Aðfaranótt föstudags fer önnur lægð til norðurs, skammt austur af landinu. Útlit er fyrir norðanátt og að það fari að snjóa á austanverðu landinu, en annars stöku él. Á föstudag fjarlægast lægðin og þá verður breytileg átt 5-10 m/s og bjart með köflum, en dálítil él austanlands framan af degi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil. En þá er stutt í næstu lægð úr suðri, með vaxandi austanátt og snjókomu syðst á landinu seint um kvöldið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03 Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03 Holtavörðuheiði lokað í nótt Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. 15. janúar 2025 06:38 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að það verði rigning eða skúrir víða um land, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til níu stig. Kalt loft kemur um tíma á Vestfirðir nú í morgunsárið með norðaustanátt, snjókomu og líkum á erfiðum aksturskilyrðum, en hlýnar aftur fyrir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi á norðvestanverðu landinu eftir hádegi í dag þar sem von er á stormi í vindstrengjum. Viðvörunin tekur gildi á Breiðafjarðarsvæðinu klukkan 13 í dag og verður í gildi til miðnættis. Þar má reikna með að vindur geti náð 35 metrum á sekúndu í hviðum. Á Vestfjörðum tekur viðvörunin gildi klukkan 15 og á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 16 og verða þær í gildi fram á nótt. Þar má sömuleiðis reikna með að vindstyrkur geti náð 35 metrum á sekúndu við fjöll og að varasamar aðstæður geti skapast fyrir ökutæki. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan „Á morgun fer lægð þvert yfir landið. Á vestanverðu landinu verður vestlæg átt 5-10 m/s, snjókoma eða slydda með köflum og hiti nálægt frostmarki, en á Suðausturlandi verður sunnan 8-15, rigning og hiti 3 til 6 stig. Þurrt að mestu norðaustantil. Síðdegis fer lægðin til norðurs frá landi, snýst þá í norðvestlæga átt, kólnar og styttir smám saman upp, dálítil él fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnantil. Aðfaranótt föstudags fer önnur lægð til norðurs, skammt austur af landinu. Útlit er fyrir norðanátt og að það fari að snjóa á austanverðu landinu, en annars stöku él. Á föstudag fjarlægast lægðin og þá verður breytileg átt 5-10 m/s og bjart með köflum, en dálítil él austanlands framan af degi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil. En þá er stutt í næstu lægð úr suðri, með vaxandi austanátt og snjókomu syðst á landinu seint um kvöldið,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03 Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03 Holtavörðuheiði lokað í nótt Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. 15. janúar 2025 06:38 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Sjá meira
Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03
Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03
Holtavörðuheiði lokað í nótt Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. 15. janúar 2025 06:38