Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2025 07:52 Vel gekk að bjarga fólkinu af seinni bílnum og upp úr hálf sex í morgun voru allir þrír komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar. Landsbjörg Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þar hafði ræsi undir veginn stíflast svo flæddi yfir hann á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst það út úr bílunum og upp á þak þeirra, en þeir voru nánast á kafi í vatninu þegar björgunarsveitir komu á vettvang. Landsbjörg Þorsteinn Þorsteinsson formaður Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi segir að þegar þá bar að garði hafi þeir séð bíl sem var um tuttugu til þrjátíu metra fyrir utan veginn. Þar voru tveir menn uppi á þaki en bíllinn var við það að fara í kaf. Þriðja farþeganum hafði tekist að komast á þurrt af sjálfsdáðum að sögn Þorsteins og sömu sögu er að segja af öðrum bíl sem einnig lenti í vatnselgnum. Mennirnir tveir sem voru á þakinu komust hinsvegar hvergi. „Þá förum við bara í það að fara í línu og ég skellti mér til sunds. Þetta var það djúpt að ég botnaði aldrei á leiðinni út í bílinn,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu og bætir við að hann sé 190 sentimetrar á hæð. Hann kom svo böndum á mennina tvo sem voru dregnir í land. Landsbjörg Þorsteinn segir að aðgerðin hafi öll heppnast vel og upp úr hálf sex í morgun voru allir 3 komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar en að sögn Þorsteins voru mennirnir tveir á toppnum orðnir mjög stressaðir og kaldir þegar komið var að þeim. Björgunarfólk hafði þá jafnframt lýst vel upp nágrennið til að tryggja að engir aðrir væru þar ásamt því að veiða upp hluti sem flotið höfðu úr bílunum. Í kjölfarið var Holtavörðuheiði lokað vegna vatnavaxta,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Holtavörðuheiði 15/1/2025 tveir bílar út í vatni bjargað tveim af öðrum þeirra.Landsbjörg Landsbjörg Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þar hafði ræsi undir veginn stíflast svo flæddi yfir hann á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst það út úr bílunum og upp á þak þeirra, en þeir voru nánast á kafi í vatninu þegar björgunarsveitir komu á vettvang. Landsbjörg Þorsteinn Þorsteinsson formaður Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi segir að þegar þá bar að garði hafi þeir séð bíl sem var um tuttugu til þrjátíu metra fyrir utan veginn. Þar voru tveir menn uppi á þaki en bíllinn var við það að fara í kaf. Þriðja farþeganum hafði tekist að komast á þurrt af sjálfsdáðum að sögn Þorsteins og sömu sögu er að segja af öðrum bíl sem einnig lenti í vatnselgnum. Mennirnir tveir sem voru á þakinu komust hinsvegar hvergi. „Þá förum við bara í það að fara í línu og ég skellti mér til sunds. Þetta var það djúpt að ég botnaði aldrei á leiðinni út í bílinn,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu og bætir við að hann sé 190 sentimetrar á hæð. Hann kom svo böndum á mennina tvo sem voru dregnir í land. Landsbjörg Þorsteinn segir að aðgerðin hafi öll heppnast vel og upp úr hálf sex í morgun voru allir 3 komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar en að sögn Þorsteins voru mennirnir tveir á toppnum orðnir mjög stressaðir og kaldir þegar komið var að þeim. Björgunarfólk hafði þá jafnframt lýst vel upp nágrennið til að tryggja að engir aðrir væru þar ásamt því að veiða upp hluti sem flotið höfðu úr bílunum. Í kjölfarið var Holtavörðuheiði lokað vegna vatnavaxta,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Holtavörðuheiði 15/1/2025 tveir bílar út í vatni bjargað tveim af öðrum þeirra.Landsbjörg Landsbjörg
Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira