Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 15. janúar 2025 20:46 Arnar Gunnlaugsson er þriðji Skagamaðurinn sem stýrir íslenska karlalandsliðinu á eftir Guðjóni Þórðarsyni og Ríkharði Jónssyni. vísir/anton Arnar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann hefur þjálfað Víking frá haustinu 2018. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn