Hrafnadís er afbökun og fær því nei Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2025 15:47 Kvenmannsnafninu Hrafnadís var hafnað. Því má ekki skíra börn nafninu. Getty Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. Í úrskurði nefndarinnar um Hrafnadísi segir að nafnið uppfylli flest skilyrði til þess að vera samþykkt. Það taki íslenskri eignarfallsendingu sem Hrafnadísar. Það er ritað í samræmi við almennar íslenskar ritreglur, og er ekki til þess fallið að geta orðið nafnbera til ama. Þrátt fyrir það þykir nefndinni nafnið brjóta í bága við íslenskt málkerfi. En í lögum um mannanöfn segir að með þeirri reglu sé ætlunin meðal annars að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Það er mat nefndarinnar að Hrafnadís sé afbökun á nafninu Hrafndís. Þar að auki fari nafnið gegn þeirri meginreglu íslenskrar nafnmyndunar að eignarfall fleirtölu sé ekki í forlið eiginnafns, það, sem í þessu tilfelli er „Hrafna“. Mörg íslensk eiginnöfn endi á „dís“, en í úrskurðinum er bent á að ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á því sé þó ein undantekning, en nefndin segir það ekki skapa fordæmi til nýmyndunnar. Þessi undantekning er nafnið Vanadís, sem er fornt kveðskaparheiti Freyju. Bent er á öðru máli kunni að gegna um uppnefni og viðurnefni. „Einkvæði forliðurinn, hrafn-, sem stofnsamsetning við endingu, felur í sér hefð og reglu sem á sér fornar rætur sbr. eiginnöfnin Hrafnhildur og Hrafnkell. Telur mannanafnanefnd skilyrði 5. gr. því ekki öll uppfyllt,“ segir í úrskurði nefndarinnar, sem líkt og áður segir hafnaði nafninu Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin nafnið Reymar. Í þeim úrskurði er bent á að það nafn sé víða þekkt erlendis sem Raymar. Þá sé uppruni nafnsins annar en nafnið Reimar sem er í dag borið af einum Íslendingi. Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar um Hrafnadísi segir að nafnið uppfylli flest skilyrði til þess að vera samþykkt. Það taki íslenskri eignarfallsendingu sem Hrafnadísar. Það er ritað í samræmi við almennar íslenskar ritreglur, og er ekki til þess fallið að geta orðið nafnbera til ama. Þrátt fyrir það þykir nefndinni nafnið brjóta í bága við íslenskt málkerfi. En í lögum um mannanöfn segir að með þeirri reglu sé ætlunin meðal annars að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Það er mat nefndarinnar að Hrafnadís sé afbökun á nafninu Hrafndís. Þar að auki fari nafnið gegn þeirri meginreglu íslenskrar nafnmyndunar að eignarfall fleirtölu sé ekki í forlið eiginnafns, það, sem í þessu tilfelli er „Hrafna“. Mörg íslensk eiginnöfn endi á „dís“, en í úrskurðinum er bent á að ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á því sé þó ein undantekning, en nefndin segir það ekki skapa fordæmi til nýmyndunnar. Þessi undantekning er nafnið Vanadís, sem er fornt kveðskaparheiti Freyju. Bent er á öðru máli kunni að gegna um uppnefni og viðurnefni. „Einkvæði forliðurinn, hrafn-, sem stofnsamsetning við endingu, felur í sér hefð og reglu sem á sér fornar rætur sbr. eiginnöfnin Hrafnhildur og Hrafnkell. Telur mannanafnanefnd skilyrði 5. gr. því ekki öll uppfyllt,“ segir í úrskurði nefndarinnar, sem líkt og áður segir hafnaði nafninu Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin nafnið Reymar. Í þeim úrskurði er bent á að það nafn sé víða þekkt erlendis sem Raymar. Þá sé uppruni nafnsins annar en nafnið Reimar sem er í dag borið af einum Íslendingi.
Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05
Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05
Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21. nóvember 2024 10:59
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda