Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 06:37 Börnin bjuggu með móður sinni í Canton í Ohio. Getty Tvö börn frá Bandaríkjunum, sem lögregluyfirvöld vestanhafs hafa leitað frá því í október síðastliðnum, fundust á Íslandi 10. janúar síðastliðinn. Börnin voru flutt hingað af móður sinni, með viðkomu á Bretlandseyjum. Frá þessu er greint á vefsíðu U.S. Marshal Service, sem er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið og hefur meðal annars það hlutverk að hafa uppi á einstaklingum sem eru grunaðir um brot á alríkislögum og einstaklingum sem hafa flúið úr varðhaldi. Í tilkynningunni segir að fjölskyldumeðlimur hafi tilkynnt um hvarf barnanna frá Canton í Ohio 25. október 2024. Voru vísbendingar um að móðir barnanna, 34 ára, hefði hætt að taka geðlyf sem hún var á, hefði yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Börnin eru 8 og 9 ára. Slóð fjölskyldunnar var rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þaðan er móðirin sögð hafa ferðast til afskekkts sjávarþorps á Íslandi en börnin fundust að lokum á hóteli í Reykjavík. Börnin voru í umsjá barnayfirvalda þar til þau voru sótt af fjölskyldumeðlim en móðirin var lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún mun dvelja þar til hún hefur náð heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Haft er eftir Pete Elliott hjá U.S. Marshal Service að það megi ekki vanmeta þann þátt sem samvinna ólíkra aðila átti í því að börnin fundust. Í tilkynningunni er vitnað til þess að lögregluyfirvöld í Canton, bandaríska utanríkisráðuneytið, Interpol og yfirvöld í Englandi og á Íslandi hafi komið að málum. Þá fékkst fjárhagsaðstoð frá National Center for Missing and Exploited Children til að flytja börnin aftur heim. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bandaríkin Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu U.S. Marshal Service, sem er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið og hefur meðal annars það hlutverk að hafa uppi á einstaklingum sem eru grunaðir um brot á alríkislögum og einstaklingum sem hafa flúið úr varðhaldi. Í tilkynningunni segir að fjölskyldumeðlimur hafi tilkynnt um hvarf barnanna frá Canton í Ohio 25. október 2024. Voru vísbendingar um að móðir barnanna, 34 ára, hefði hætt að taka geðlyf sem hún var á, hefði yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Börnin eru 8 og 9 ára. Slóð fjölskyldunnar var rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þaðan er móðirin sögð hafa ferðast til afskekkts sjávarþorps á Íslandi en börnin fundust að lokum á hóteli í Reykjavík. Börnin voru í umsjá barnayfirvalda þar til þau voru sótt af fjölskyldumeðlim en móðirin var lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún mun dvelja þar til hún hefur náð heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Haft er eftir Pete Elliott hjá U.S. Marshal Service að það megi ekki vanmeta þann þátt sem samvinna ólíkra aðila átti í því að börnin fundust. Í tilkynningunni er vitnað til þess að lögregluyfirvöld í Canton, bandaríska utanríkisráðuneytið, Interpol og yfirvöld í Englandi og á Íslandi hafi komið að málum. Þá fékkst fjárhagsaðstoð frá National Center for Missing and Exploited Children til að flytja börnin aftur heim. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Bandaríkin Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira