Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Haraldur Örn Haraldsson skrifar 19. janúar 2025 18:15 vísir/anton Ármann og Hamar/Þór áttust við í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í kvöld. Ármann sem er á toppi 1. deildar, var þegar búið slá Bónus-deildarlið Aþenu út í 16-liða úrslitum. Það var þó aldrei líklegt í kvöld að leikurinn yrði endurtekinn þar sem Hamar/Þór vann leikinn 65-94. Sannfærandi sigur og þær eru komnar í undanúrslit. Stigaskorun fór hægt af stað í þessum leik þar sem leikmenn virtust enn vera að hita upp. Gestirnir náðu hinsvegar að koma sér í gírinn og voru fljótar að byggja upp gott forskot. Ármannskonur voru alveg afleitar sóknarlega í þessum fyrsta leikhluta en þær hittu úr tveimur þristum og restin af stigunum komu af vítalínunni. Staðan því 10-26 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Heimakonur virtust ætla að gera betur í öðrum leikhluta þar sem þær voru búnar að minnka muninn í 26-38 þegar 16 mínútur voru liðnar af leiknum. Þessi jákvæðni entist ekki lengi þar sem Hamar/Þórskonur spýttu þá í lófana og keyrðu upp sóknarleikinn. Abby Beeman var þar áberandi en hún setti 14 stig í leikhlutanum. Staðan í hálfleik 31-59 og útlitið svart fyrir Ármann. Þriðji leikhluti bauð upp á frekar ómerkilegan körfubolta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við úrslitin og skotin voru ekki mikið að detta. Ármannskonur settu 14 stig á meðan Hamar/Þórskonur settu 16 og náðu að auka forskotið örlítið. Staðan þegar einn leikhluti var eftir 45-75. Lokaleikhlutinn var svipaður og sá þriðji. Ármannskonur reyndu hvað þær gátu að laga stöðuna svo þetta liti aðeins betur út, en það gekk ekki nægilega vel. Staðan hélst nokkuð stöðugt í um 30 stiga forskoti Hamars/Þórs. Þannig hélt það einfaldlega bara áfram þangað til leiknum leik í stöðunni 65-94. Atvik leiksins Abby Beeman hafði einhverjar þrjár sekúndur í lok fyrri hálfleiks til þess að gera eitthvað með boltan. Hún tók bara á rás upp völlinn og henti í mjög djúpan þrist sem datt hjá henni. Virkilega vel gert. Stjörnur og skúrkar Abby Beeman var áberandi best í liði Hamars/Þórs. Hún setti 20 stig, var með níu fráköst og tíu stoðsendingar. Carlotta Ellenrieder er svo sú eina sem kemst hjá því að vera skúrkur í liði Ármanns. Hún var með 14 stig, 20 fráköst og fjórar stoðsendingar. Annars fær restin af Ármannsliðinu að vera skúrkarnir, þær voru aldrei líklegar til þess að vinna þennan leik og þær þurfa að deila þessu. Dómararnir Góður leikur hjá þríeykinu. Klukkan var mikið að stríða þeim í byrjun leik, þar sem það virtist mikið vera fara úrskeiðis þar. Þeir tóku hinsvegar vel á því og löguðu hlutina annars lítið annað hægt að segja um þá. Stemning og umgjörð Það var alveg allt í lagi mæting á þennan leik en stemningin var nokkuð lágstemmd. Leikurinn bauð svo sem ekki upp á brjáluð læti þar sem það var aldrei mikil spenna. Viðtöl „Þær voru aðeins of stór biti fyrir okkur í dag“ Karl Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, var svekktur með tapið í kvöld en tilbúinn að kljást við næstu verkefni. „Þær komu mjög ákveðnar til leiks í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn þá eiginlega. Mér fannst við spila betur í seinni hálfleik en þær voru aðeins of stór biti fyrir okkur í dag.“ Leikurinn byrjaði illa hjá Ármannskonum en þær voru með aðeins tíu stig eftir fyrsta leikhluta. Þær voru þá strax komnar 16 stigum undir eftir tíu mínútur og komust aldrei aftur almennilega inn í leikinn. „Þær hittu mjög vel í fyrsta leikhluta og við vorum ekki að setja boltan niður, og það var munurinn á liðunum. Í kjölfarið, í öðrum leikhluta þá héldu þær bara áfram að hitta og bjuggu til þennan mun sem dugði út leikinn.“ Ármannskonur eru taplausar í 1. deildinni og því á toppi deildarinnar. Bikarævintýrið er búið í ár, en markmiðið hjá þeim núna er bara að fara upp um deild. „Núna getum við bara einbeitt okkur að því markmiði og þá verðum við bara að takast á við það.“ - Sagði Karl að lokum. „Við héldum bara áfram og héldum orkunni varnarlega“ Hákon Hjartarson þjálfari Hamars/Þórs var mjög ánægður með sínar konur eftir að þær tryggðu sér áfram í undanúrslit VÍS-bikarsins. „Við trúðum vel á uppleggið varnarlega sérstaklega. Við vorum að gefa vissum leikmönnum opin skot og þær voru að taka þau og ekkert svakaleg nýting. Ég er svo mjög ánægður með að við fórum ekkert út frá planinu þrátt fyrir að þær settu eitt og eitt. Við héldum bara áfram og héldum orkunni varnarlega.“ Þetta upplegg gekk greinilega vel upp þar sem Ármannskonur voru með aðeins tíu stig eftir fyrsta leikhlutann. „Þær sem voru að hitta, voru þær sem við vorum að gefa þessi opnu skot. Þannig að ég var ánægður með það. Við töluðum um það eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik að við ætluðum að halda áfram. Svo vorum við að gefa Hildi opin skot, venjulega myndi maður ekki gefa henni skotið en hún fór að hitta, þannig við ákváðum að stíga aðeins nær henni. Við vorum að gefa þetta og þá verður maður líka að sætta sig við að þær taki einn og einn.“ Hamar/Þór er með fimm sigra og níu töp í deildinni en svona stór sigur gæti gefið þeim sjálfstraust inn í komandi leiki. „Við eigum erfiða leiki framundan í deildinni, Keflavík og Njarðvík fram að landsleikjahlé, svo Tindastól og Val. Þannig við þurfum að ná í einhverja sigra þar, til að tryggja veru okkar í deildinni.“ VÍS-bikarinn Ármann Hamar Þór Þorlákshöfn
Ármann og Hamar/Þór áttust við í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í kvöld. Ármann sem er á toppi 1. deildar, var þegar búið slá Bónus-deildarlið Aþenu út í 16-liða úrslitum. Það var þó aldrei líklegt í kvöld að leikurinn yrði endurtekinn þar sem Hamar/Þór vann leikinn 65-94. Sannfærandi sigur og þær eru komnar í undanúrslit. Stigaskorun fór hægt af stað í þessum leik þar sem leikmenn virtust enn vera að hita upp. Gestirnir náðu hinsvegar að koma sér í gírinn og voru fljótar að byggja upp gott forskot. Ármannskonur voru alveg afleitar sóknarlega í þessum fyrsta leikhluta en þær hittu úr tveimur þristum og restin af stigunum komu af vítalínunni. Staðan því 10-26 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Heimakonur virtust ætla að gera betur í öðrum leikhluta þar sem þær voru búnar að minnka muninn í 26-38 þegar 16 mínútur voru liðnar af leiknum. Þessi jákvæðni entist ekki lengi þar sem Hamar/Þórskonur spýttu þá í lófana og keyrðu upp sóknarleikinn. Abby Beeman var þar áberandi en hún setti 14 stig í leikhlutanum. Staðan í hálfleik 31-59 og útlitið svart fyrir Ármann. Þriðji leikhluti bauð upp á frekar ómerkilegan körfubolta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við úrslitin og skotin voru ekki mikið að detta. Ármannskonur settu 14 stig á meðan Hamar/Þórskonur settu 16 og náðu að auka forskotið örlítið. Staðan þegar einn leikhluti var eftir 45-75. Lokaleikhlutinn var svipaður og sá þriðji. Ármannskonur reyndu hvað þær gátu að laga stöðuna svo þetta liti aðeins betur út, en það gekk ekki nægilega vel. Staðan hélst nokkuð stöðugt í um 30 stiga forskoti Hamars/Þórs. Þannig hélt það einfaldlega bara áfram þangað til leiknum leik í stöðunni 65-94. Atvik leiksins Abby Beeman hafði einhverjar þrjár sekúndur í lok fyrri hálfleiks til þess að gera eitthvað með boltan. Hún tók bara á rás upp völlinn og henti í mjög djúpan þrist sem datt hjá henni. Virkilega vel gert. Stjörnur og skúrkar Abby Beeman var áberandi best í liði Hamars/Þórs. Hún setti 20 stig, var með níu fráköst og tíu stoðsendingar. Carlotta Ellenrieder er svo sú eina sem kemst hjá því að vera skúrkur í liði Ármanns. Hún var með 14 stig, 20 fráköst og fjórar stoðsendingar. Annars fær restin af Ármannsliðinu að vera skúrkarnir, þær voru aldrei líklegar til þess að vinna þennan leik og þær þurfa að deila þessu. Dómararnir Góður leikur hjá þríeykinu. Klukkan var mikið að stríða þeim í byrjun leik, þar sem það virtist mikið vera fara úrskeiðis þar. Þeir tóku hinsvegar vel á því og löguðu hlutina annars lítið annað hægt að segja um þá. Stemning og umgjörð Það var alveg allt í lagi mæting á þennan leik en stemningin var nokkuð lágstemmd. Leikurinn bauð svo sem ekki upp á brjáluð læti þar sem það var aldrei mikil spenna. Viðtöl „Þær voru aðeins of stór biti fyrir okkur í dag“ Karl Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, var svekktur með tapið í kvöld en tilbúinn að kljást við næstu verkefni. „Þær komu mjög ákveðnar til leiks í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn þá eiginlega. Mér fannst við spila betur í seinni hálfleik en þær voru aðeins of stór biti fyrir okkur í dag.“ Leikurinn byrjaði illa hjá Ármannskonum en þær voru með aðeins tíu stig eftir fyrsta leikhluta. Þær voru þá strax komnar 16 stigum undir eftir tíu mínútur og komust aldrei aftur almennilega inn í leikinn. „Þær hittu mjög vel í fyrsta leikhluta og við vorum ekki að setja boltan niður, og það var munurinn á liðunum. Í kjölfarið, í öðrum leikhluta þá héldu þær bara áfram að hitta og bjuggu til þennan mun sem dugði út leikinn.“ Ármannskonur eru taplausar í 1. deildinni og því á toppi deildarinnar. Bikarævintýrið er búið í ár, en markmiðið hjá þeim núna er bara að fara upp um deild. „Núna getum við bara einbeitt okkur að því markmiði og þá verðum við bara að takast á við það.“ - Sagði Karl að lokum. „Við héldum bara áfram og héldum orkunni varnarlega“ Hákon Hjartarson þjálfari Hamars/Þórs var mjög ánægður með sínar konur eftir að þær tryggðu sér áfram í undanúrslit VÍS-bikarsins. „Við trúðum vel á uppleggið varnarlega sérstaklega. Við vorum að gefa vissum leikmönnum opin skot og þær voru að taka þau og ekkert svakaleg nýting. Ég er svo mjög ánægður með að við fórum ekkert út frá planinu þrátt fyrir að þær settu eitt og eitt. Við héldum bara áfram og héldum orkunni varnarlega.“ Þetta upplegg gekk greinilega vel upp þar sem Ármannskonur voru með aðeins tíu stig eftir fyrsta leikhlutann. „Þær sem voru að hitta, voru þær sem við vorum að gefa þessi opnu skot. Þannig að ég var ánægður með það. Við töluðum um það eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik að við ætluðum að halda áfram. Svo vorum við að gefa Hildi opin skot, venjulega myndi maður ekki gefa henni skotið en hún fór að hitta, þannig við ákváðum að stíga aðeins nær henni. Við vorum að gefa þetta og þá verður maður líka að sætta sig við að þær taki einn og einn.“ Hamar/Þór er með fimm sigra og níu töp í deildinni en svona stór sigur gæti gefið þeim sjálfstraust inn í komandi leiki. „Við eigum erfiða leiki framundan í deildinni, Keflavík og Njarðvík fram að landsleikjahlé, svo Tindastól og Val. Þannig við þurfum að ná í einhverja sigra þar, til að tryggja veru okkar í deildinni.“