„Fann að það héldu allir með okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 16:03 Gleði Þórsara var ósvikin eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitilinn var í höfn, Þorlákshöfn. Stöð 2 Sport Fyrir tæpum fjórum árum vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta og jafnframt einn óvæntasta Íslandsmeistaratitil í sögu körfuboltans hér á landi. Heimir Snær Heimisson, stuðningsmaður liðsins, var að sjálfsögðu fenginn til að rifja upp sigurstundina þegar hann mætti í Körfuboltakvöld Extra í gærkvöld. Heimir ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Tómas Steindórsson í þættinum í gær, um þá óhemju miklu gleði sem braust út vorið 2021 þegar Þór vann Keflavík í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er vídjó af mér þar sem við Heisi [Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi] erum að knúsast og ég brotna niður í örmunum á honum,“ segir Heimir en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: KBK Extra - Heimir rifjaði upp titilinn óvænta „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei geta lýst. Við bjuggumst ekkert við þessu. Keflavík átti bara að hlaupa í burtu með titilinn. Það bjuggust allir við því, þeir líka. Maður fann líka að það héldu allir með okkur – allir nema Keflvíkingar,“ bætir Heimir við. Hann segir titilinn hafa verið enn sætari í ljósi þess hve margir uppaldir Þorlákshafnarbúar voru í liðinu: „Þetta lið var svo mikið byggt upp á okkar strákum. Þarna erum við bara með Drungilas, Larry Thomas og Callum Lawson. Restin eru Þorlákshafnarbúar. Það er rosalega fallegt líka.“ Þjálfari Þórs þá og nú er reyndar ekki heimamaður en það er Lárus Jónsson sem Heimir ræðir um af mikilli aðdáun: „Það ætti að reisa styttu af Lalla. Hann verður aldrei í heitu sæti, því hann gerði þetta fyrir okkur. Enda höfum við alltaf, frá því að hann tók við, verið í topp fjórum eða að daðra við það. Áður en hann kom var Friðrik Ingi með okkur og við vorum að fara að falla.“ Brot úr þættinum má sjá hér að ofan en allur þátturinn er aðgengilegur áskrifendum að Stöð 2 Sport. Þættirnir eru sýndir á þriðjudagskvöldum. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Heimir ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Tómas Steindórsson í þættinum í gær, um þá óhemju miklu gleði sem braust út vorið 2021 þegar Þór vann Keflavík í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er vídjó af mér þar sem við Heisi [Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi] erum að knúsast og ég brotna niður í örmunum á honum,“ segir Heimir en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: KBK Extra - Heimir rifjaði upp titilinn óvænta „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei geta lýst. Við bjuggumst ekkert við þessu. Keflavík átti bara að hlaupa í burtu með titilinn. Það bjuggust allir við því, þeir líka. Maður fann líka að það héldu allir með okkur – allir nema Keflvíkingar,“ bætir Heimir við. Hann segir titilinn hafa verið enn sætari í ljósi þess hve margir uppaldir Þorlákshafnarbúar voru í liðinu: „Þetta lið var svo mikið byggt upp á okkar strákum. Þarna erum við bara með Drungilas, Larry Thomas og Callum Lawson. Restin eru Þorlákshafnarbúar. Það er rosalega fallegt líka.“ Þjálfari Þórs þá og nú er reyndar ekki heimamaður en það er Lárus Jónsson sem Heimir ræðir um af mikilli aðdáun: „Það ætti að reisa styttu af Lalla. Hann verður aldrei í heitu sæti, því hann gerði þetta fyrir okkur. Enda höfum við alltaf, frá því að hann tók við, verið í topp fjórum eða að daðra við það. Áður en hann kom var Friðrik Ingi með okkur og við vorum að fara að falla.“ Brot úr þættinum má sjá hér að ofan en allur þátturinn er aðgengilegur áskrifendum að Stöð 2 Sport. Þættirnir eru sýndir á þriðjudagskvöldum.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira