Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 12:47 DeAndre Kane og Gedeon Dimoke lenti saman. stöð 2 sport Pavel Ermolinskij og Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eru búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Talsverður hiti var í leik Hattar og Grindavíkur á fimmtudagskvöldið og DeAndre Kane lenti meðal annars nokkrum sinnum í orðaskaki við Hattarmenn. Pavel er orðinn þreyttur á látunum í Grindvíkingum sem unnu leikinn á fimmtudaginn, 63-64. „Þú ferð bara austur, vinnur leikinn, drullar þér upp í rútu og ferð heim. Hver þarf á þessu að halda? Síst Grindavík. Ef það er eitthvað lið sem ætti að fara upp í rútu, spila leik, vinna, drulla sér heim er það Grindavík. Allir þessir stælar þarna, allt þetta kjaftæði, þetta gerir ekkert fyrir mig. Þetta er bara orðið skrítið,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Kane og Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, hlupu á einum tímapunkti inn í leikhlé hjá Hattarmönnum. „Þetta er bara kjánalegt. Vertu bara hógvær. Þú hefur ekki efni á því að vera með einhvern hroka á þessum stað í deildinni. Þeir hefðu átt að haga sér eins og Óli spilaði í leiknum. Harðir, vinna leikinn með baráttu,“ sagði Teitur. „Allir þessir auka stælar. Grindavík hefur bara ekki efni á því,“ bætti Pavel við. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um stælana í Grindavík Teitur sagði að stuðningsmenn Grindavíkur væru meira að segja orðnir pirraðir á stælunum í liðinu. „Ég þekki marga Grindvíkinga. Þeir eiga þessar samræður líka. Þeir horfa á alla þessa leiki. Ég get lofað ykkur að meirihlutinn af Grindvíkingum þolir þetta ekki heldur. Þeir þola þetta ekki. Þeir eru svo þreyttir á þessu. Að sviðsljósið á liðinu skuli alltaf ganga út á eitthvað svona kjaftæði en ekki körfubolta,“ sagði Teitur. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Talsverður hiti var í leik Hattar og Grindavíkur á fimmtudagskvöldið og DeAndre Kane lenti meðal annars nokkrum sinnum í orðaskaki við Hattarmenn. Pavel er orðinn þreyttur á látunum í Grindvíkingum sem unnu leikinn á fimmtudaginn, 63-64. „Þú ferð bara austur, vinnur leikinn, drullar þér upp í rútu og ferð heim. Hver þarf á þessu að halda? Síst Grindavík. Ef það er eitthvað lið sem ætti að fara upp í rútu, spila leik, vinna, drulla sér heim er það Grindavík. Allir þessir stælar þarna, allt þetta kjaftæði, þetta gerir ekkert fyrir mig. Þetta er bara orðið skrítið,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Kane og Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, hlupu á einum tímapunkti inn í leikhlé hjá Hattarmönnum. „Þetta er bara kjánalegt. Vertu bara hógvær. Þú hefur ekki efni á því að vera með einhvern hroka á þessum stað í deildinni. Þeir hefðu átt að haga sér eins og Óli spilaði í leiknum. Harðir, vinna leikinn með baráttu,“ sagði Teitur. „Allir þessir auka stælar. Grindavík hefur bara ekki efni á því,“ bætti Pavel við. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um stælana í Grindavík Teitur sagði að stuðningsmenn Grindavíkur væru meira að segja orðnir pirraðir á stælunum í liðinu. „Ég þekki marga Grindvíkinga. Þeir eiga þessar samræður líka. Þeir horfa á alla þessa leiki. Ég get lofað ykkur að meirihlutinn af Grindvíkingum þolir þetta ekki heldur. Þeir þola þetta ekki. Þeir eru svo þreyttir á þessu. Að sviðsljósið á liðinu skuli alltaf ganga út á eitthvað svona kjaftæði en ekki körfubolta,“ sagði Teitur. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira