Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2025 14:02 Frá fundi öryggisráðs Ísrael í dag. AP/Koby Gideon Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. Itamar Ben Gvir, íhaldssamur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, kallaði eftir því að samkomulaginu yrði hafnað af ríkisstjórninni. Vísaði hann til þess að Ísraelar myndu sleppa fjölda palestínskra fanga úr haldi vegna samkomulagsins. „Allir vita að þessir hryðjuverkamenn munu reyna að skaða okkur aftur, reyna að drepa aftur,“ sagði hann. Gvir viðurkenndi á dögunum að hafa ítrekað komið í veg fyrir samþykkt vopnahlés í fyrra með því að hóta því að slíta ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Í gær ítrekaði hann að hann myndi draga flokk sinn úr stjórnarsamstarfinu en fleiri flokkar hafa bæst við það og getur Gvir því ekki slitið stjórnarsamstarfinu einn síns liðs. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þess vegna hefur hann kallað eftir því að aðrir íhaldssamir meðlimir ríkisstjórnarinnar fari með honum. „Ég biðla til vina minna í Líkúd og Trúarlegum síonístum, þetta er ekki of seint. Við höfum enn ríkisstjórnarfundinn, við getum enn stöðvað þetta samkomulag. Gangið til liðs við mig, við getum stöðvað það,“ sagði Gvir í ávarpi, samkvæmt frétt Times of Israel. Frestuðu og flýttu svo fundi Til stóð að halda ríkisstjórnarfund um samkomulagið í gær en þeim fundi var frestað til laugardags vegna þess að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hótaði því að draga flokk sinn úr ríkisstjórninni. Smotrich hefur sagt að hann muni ekki veita samkomulaginu samþykkt sína en hann er sagður ætla að halda áfram í ríkisstjórn. Þrátt fyrir það er búist við því að samkomulagið verði samþykkt á ríkisstjórnarfundinum og var fundinum flýtt svo frelsun gísla Hamas myndi ekki tefjast, samkvæmt frétt Kan í Ísrael. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Sjá einnig: Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Verði samkomulagið samþykkt af ríkisstjórninni mun Hæstiréttur Ísrael þurfa að taka fyrir mótmæli gegn samkomulaginu en búist er við því að það muni ekki stranda þar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Sjá meira
Itamar Ben Gvir, íhaldssamur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, kallaði eftir því að samkomulaginu yrði hafnað af ríkisstjórninni. Vísaði hann til þess að Ísraelar myndu sleppa fjölda palestínskra fanga úr haldi vegna samkomulagsins. „Allir vita að þessir hryðjuverkamenn munu reyna að skaða okkur aftur, reyna að drepa aftur,“ sagði hann. Gvir viðurkenndi á dögunum að hafa ítrekað komið í veg fyrir samþykkt vopnahlés í fyrra með því að hóta því að slíta ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Í gær ítrekaði hann að hann myndi draga flokk sinn úr stjórnarsamstarfinu en fleiri flokkar hafa bæst við það og getur Gvir því ekki slitið stjórnarsamstarfinu einn síns liðs. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þess vegna hefur hann kallað eftir því að aðrir íhaldssamir meðlimir ríkisstjórnarinnar fari með honum. „Ég biðla til vina minna í Líkúd og Trúarlegum síonístum, þetta er ekki of seint. Við höfum enn ríkisstjórnarfundinn, við getum enn stöðvað þetta samkomulag. Gangið til liðs við mig, við getum stöðvað það,“ sagði Gvir í ávarpi, samkvæmt frétt Times of Israel. Frestuðu og flýttu svo fundi Til stóð að halda ríkisstjórnarfund um samkomulagið í gær en þeim fundi var frestað til laugardags vegna þess að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hótaði því að draga flokk sinn úr ríkisstjórninni. Smotrich hefur sagt að hann muni ekki veita samkomulaginu samþykkt sína en hann er sagður ætla að halda áfram í ríkisstjórn. Þrátt fyrir það er búist við því að samkomulagið verði samþykkt á ríkisstjórnarfundinum og var fundinum flýtt svo frelsun gísla Hamas myndi ekki tefjast, samkvæmt frétt Kan í Ísrael. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Sjá einnig: Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Verði samkomulagið samþykkt af ríkisstjórninni mun Hæstiréttur Ísrael þurfa að taka fyrir mótmæli gegn samkomulaginu en búist er við því að það muni ekki stranda þar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Sjá meira
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26
Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25
Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50