Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Siggeir Ævarsson skrifar 18. janúar 2025 17:02 Ollie Watkins fagnar marki sínu vísir/Getty Heimamenn í Arsenal komust yfir á 35. mínútu þegar Martinelli kom boltanum yfir línuna. Martínez náði að koma hönd á boltann í marki Villa en of seint, boltinn var augljóslega allur kominn yfir línuna. Kai Havertz kom Arsenal svo í 2-0 á 55. mínútu og virtust heimamenn vera með góð tök á leiknum og mikla yfirburði en það reyndist skammgóður vermir. Youri Tielemans minnkaði muninn fimm mínútum síðar og Ollie Watksins jafnaði metin á 68. mínútu eftir að varnarmenn Arsenal sofnuðu á verðinum. Arsenal-menn reyndu hvað þeir gátu til að tryggja sér öll stigin þrjú og Havertz náði að koma boltanum í netið á 89. mínútu en markið var dæmt af vegna hendi. 2-2 lokatölurnar og Arsenal sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.
Heimamenn í Arsenal komust yfir á 35. mínútu þegar Martinelli kom boltanum yfir línuna. Martínez náði að koma hönd á boltann í marki Villa en of seint, boltinn var augljóslega allur kominn yfir línuna. Kai Havertz kom Arsenal svo í 2-0 á 55. mínútu og virtust heimamenn vera með góð tök á leiknum og mikla yfirburði en það reyndist skammgóður vermir. Youri Tielemans minnkaði muninn fimm mínútum síðar og Ollie Watksins jafnaði metin á 68. mínútu eftir að varnarmenn Arsenal sofnuðu á verðinum. Arsenal-menn reyndu hvað þeir gátu til að tryggja sér öll stigin þrjú og Havertz náði að koma boltanum í netið á 89. mínútu en markið var dæmt af vegna hendi. 2-2 lokatölurnar og Arsenal sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti