Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 11:33 Henry Birgir Gunnarsson ljómaði eftir að hafa keypt vindla af leikmanni kúbverska landsliðsins, Osmani Miniet. vísir/vilhelm Ef Grænhöfðaeyjar voru lítil fyrirstaða fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta ætti mótspyrnan frá Kúbu að vera enn minni. Liðin mætast í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Kúba er með á HM í fyrsta sinn í sextán ár og fór ekki vel út úr fyrsta leik sínum á mótinu. Slóvenar tóku þá Kúbverja í kennslustund, 41-19. Vanmat er ein af höfuðsyndum íþróttanna og auðvitað á að bera virðingu fyrir hverju verkefni. En C-lið Íslands myndi sennilega vinna Kúbu. Íslendingar verða með fjögur stig eftir leikinn í kvöld. Eina spurningin er hversu stór sigurinn verður. Kúbumenn hafa átt góða handboltamenn í gegnum tíðina en þeir hafa flestir spilað fyrir önnur lönd. Við Íslendingar nutum auðvitað góðs af kröftum Róberts Julian Duranona og Jaliesky García, sælla minninga. Í fjölþjóða liði Katar eru tveir Kúbverjar og hafa verið lengi; Rafael Capote og Frankis Carol. Þá er línumaður portúgalska landsliðsins, Victor Iturriza, frá Kúbu. Leikmenn kúbverska liðsins eru lítt þekktir og ekki beint þekktar stærðir. Til marks um það er enginn í kúbverska hópnum með enska Wikipedia-síðu. Tveir í kúbverska liðinu eiga samherja í því íslenska. Maiko Vázquez leikur með Orra Frey Þorkelssyni hjá Sporting og Freddy Lafonton og Þorsteinn Leó Gunnarsson leika saman hjá Porto. Vázquez skoraði tvö mörk gegn Slóveníu en Lafonton var ekki á meðal markaskorara. Dariel Garcia í leiknum gegn Slóveníu.epa/ANTONIO BAT Dariel García, vinstri hornamaður Bidasoa á Spáni, var markahæstur Kúbverja gegn Slóvenum en hann skoraði fjögur mörk. Markahæsti leikmaðurinn í kúbverska liðinu er vinstri skyttan Frank Cordies sem leikur með Huesca á Spáni. Marksækinn markvörður og vinur hans Villa Sé rýnt í fjölda landsleikja og marka hjá leikmönnum Kúbu vekur athygli að markvörðurinn og fyrirliðinn Magnol Suárez hefur skorað sex mörk í 32 landsleikjum. Þessi marksækni markvörður varði hins vegar lítið gegn Slóveníu enda í afar erfiðri stöðu. Stærsta nafnið í leikmannahópi Kúbu er sennilega vinstri hornamaðurinn Hanser Rodríguez sem leikur með Vardar í Norður-Makedóníu. Hann gerði tvö mörk gegn Slóveníu. Síðan er það Osmani Miniet sem var sessunautur Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni á leið frá Frankfurt til Zagreb þar sem G-riðilinn er leikinn. Miniet, sem er aðeins átján ára, fékk ekki peninga frá foreldrum sínum til að taka með sér. Hann dó þó ekki ráðalaus og hafði með sér öskju af kúbverskum vindlum eins og fjallað var um í HM í dag. Miniet kom ekkert við sögu gegn Slóveníu. Miniet er byrjaður að græða á vindlasölunni því okkar menn í Zagreb keyptu nokkur stykki af honum. Miniet er þó ekki eini Kúbverjinn sem stundar vindlaviðskipti meðfram handboltaiðkun því fleiri samherjar hans í landsliðinu mættu með vindla til að selja í Zagreb. Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp á Vísi. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Kúba Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Kúba er með á HM í fyrsta sinn í sextán ár og fór ekki vel út úr fyrsta leik sínum á mótinu. Slóvenar tóku þá Kúbverja í kennslustund, 41-19. Vanmat er ein af höfuðsyndum íþróttanna og auðvitað á að bera virðingu fyrir hverju verkefni. En C-lið Íslands myndi sennilega vinna Kúbu. Íslendingar verða með fjögur stig eftir leikinn í kvöld. Eina spurningin er hversu stór sigurinn verður. Kúbumenn hafa átt góða handboltamenn í gegnum tíðina en þeir hafa flestir spilað fyrir önnur lönd. Við Íslendingar nutum auðvitað góðs af kröftum Róberts Julian Duranona og Jaliesky García, sælla minninga. Í fjölþjóða liði Katar eru tveir Kúbverjar og hafa verið lengi; Rafael Capote og Frankis Carol. Þá er línumaður portúgalska landsliðsins, Victor Iturriza, frá Kúbu. Leikmenn kúbverska liðsins eru lítt þekktir og ekki beint þekktar stærðir. Til marks um það er enginn í kúbverska hópnum með enska Wikipedia-síðu. Tveir í kúbverska liðinu eiga samherja í því íslenska. Maiko Vázquez leikur með Orra Frey Þorkelssyni hjá Sporting og Freddy Lafonton og Þorsteinn Leó Gunnarsson leika saman hjá Porto. Vázquez skoraði tvö mörk gegn Slóveníu en Lafonton var ekki á meðal markaskorara. Dariel Garcia í leiknum gegn Slóveníu.epa/ANTONIO BAT Dariel García, vinstri hornamaður Bidasoa á Spáni, var markahæstur Kúbverja gegn Slóvenum en hann skoraði fjögur mörk. Markahæsti leikmaðurinn í kúbverska liðinu er vinstri skyttan Frank Cordies sem leikur með Huesca á Spáni. Marksækinn markvörður og vinur hans Villa Sé rýnt í fjölda landsleikja og marka hjá leikmönnum Kúbu vekur athygli að markvörðurinn og fyrirliðinn Magnol Suárez hefur skorað sex mörk í 32 landsleikjum. Þessi marksækni markvörður varði hins vegar lítið gegn Slóveníu enda í afar erfiðri stöðu. Stærsta nafnið í leikmannahópi Kúbu er sennilega vinstri hornamaðurinn Hanser Rodríguez sem leikur með Vardar í Norður-Makedóníu. Hann gerði tvö mörk gegn Slóveníu. Síðan er það Osmani Miniet sem var sessunautur Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni á leið frá Frankfurt til Zagreb þar sem G-riðilinn er leikinn. Miniet, sem er aðeins átján ára, fékk ekki peninga frá foreldrum sínum til að taka með sér. Hann dó þó ekki ráðalaus og hafði með sér öskju af kúbverskum vindlum eins og fjallað var um í HM í dag. Miniet kom ekkert við sögu gegn Slóveníu. Miniet er byrjaður að græða á vindlasölunni því okkar menn í Zagreb keyptu nokkur stykki af honum. Miniet er þó ekki eini Kúbverjinn sem stundar vindlaviðskipti meðfram handboltaiðkun því fleiri samherjar hans í landsliðinu mættu með vindla til að selja í Zagreb. Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp á Vísi.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Kúba Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira