Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2025 19:07 Skjáskot úr einu myndbandanna sem ganga á milli manna. Nútíminn Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira