„Mér fannst við þora að vera til“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. janúar 2025 21:58 Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Facebook/@haukarbasket Haukar unnu Tindastól með minnsta mun á heimavelli 100-99. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og hafði fulla trú á því að Haukar myndu halda sér uppi í Bónus deildinni. „Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
„Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira