„Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2025 21:03 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Vísir Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka sem skyldi ef mikilvægir sæstrengir til landsins myndu rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum. Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur. Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur.
Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira