Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2025 19:23 Dagurinn var átakanlegur fyrir marga. AP/Oded Balilty Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19
Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01
Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26