Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 19:31 Björgunarsveitir hafa aðstoðað íbúa fyrir austan í dag. Landsbjörg Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna aukinnar snjóflóðahættu. Íbúar hafa tekið ástandinu að æðruleysi segir verkefnastjóri hjá almannavörnum en ástandið hreyfir við mörgum í ljósi sögunnar. Rýmingarsvæðum á Seyðisfirði fjölgar í kvöld en ná að mestu yfir atvinnusvæði. Óvissustig vegna snjóflóðahættu tók gildi á Austfjörðum í hádeginu en þar er spáð mikilli snjókomu til fjalla. Þá tók rýming gildi á nokkrum svæðum klukkan sex í kvöld. Sjá einnig: Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýming á Seyðisfirði nær til atvinnusvæðis við Strandveg og Ránargötu, en nokkrir íbúar þurftu einnig að yfirgefa heimili sín sem eru innan rýmingarsvæðis. Þá var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið um tíma í dag. Í Neskaupstað þurfti að rýma skilgreind atvinnusvæði við Norðfjarðarveg og Nausthvamm en rýmingin nær einnig til 37 heimila í íbúðahverfi þar sem á annað hundrað manns eru skráðir til heimilis. Íbúar þar geta enn leitað í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Viðbótarrýming tekur gildi klukkan 20 Í tilkynningu sem barst frá lögreglu nú í kvöld segir að alls búi um 170 manns á þeim svæðum sem rýmd voru í dag og eru allir komnir í húsaskjól. Þá var tekin ákvörðun um viðbótarrýmingu á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði til viðbótar, reitum SE03, SE04 og SE05, sem sjá má á myndinni hér að neðan í gulu. Um atvinnuhúsnæði er að ræða, meðal annars gistiheimili. Þegar þetta er skrifað stendur stendur rýming yfir og gert er ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Athygli er vakin á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun. „Maður er bara fullur þakklætis fyrir allt þetta öfluga fólk í björgunarsveitunum sem hefur komið í dag, bæði hér í Neskaupsstað og Seyðisfirði, og á fleiri stöðum og aðstoðað,“ segir Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum. Ástandið hreyfir við fólki í ljósi sögunnar Rýming hafi gengið fumlaust fyrir sig í dag og íbúar sýnt aðstæðum skilning. „Það eru auðvitað einhverjir ekki heima og kannski aðrir á svæðinu sem eru ekki skráðir til heimilis. Á Seyðisfirði var þetta minna, þar voru einungis skráðir níu en eru auðvitað miklu færri en þar er verið að rýma stærri svæði sem eru athafnasvæði og það er líka hér í Neskaupstað þannig þetta mun auðvitað hafa áhrif á fyrirtæki og fleira meðan að á þessu stendur,“ segir Jón Björn. Allir íbúar sem þufa að yfirgefa heimili sín ættu að vera komin með húsaskjól.Landsbjörg Hann ítrekar að ekki er um neyðarrýmingu að ræða heldur rýmingu í varúðarskyni af öryggisástæðum. „Margir, og flestir fóru til ættingja og vina og annað slíkt en einhverjir þurftu aðstoð við að finna sér húsnæði og það hefur verið leyst úr því í fjöldahjálparstöðinni og eins og staðan er núna þá eiga allir að vera komnir í hús,“ segir Jón Björn. Gengið er út frá því að rýming verði í gildi í mesta lagi í tvær nætur, fram á þriðjudag. „Auðvitað veit ég að þetta hreyfir við mörgum eftir bæði eftir rýmingarnar 2023 og flóðin. Og rétt fyrir jól, 20. Desember voru 50 ár liðin frá stóru snjóflóðunum 1974, auðvitað höfum verið að minnast þessa hræðilega viðburðar í Súðavík og auðvitað veit ég að þetta hefur allt áhrif á fólk. En stóra málið er að fólk tekur þessu af æðruleysi og það er svo mikilvægt,“ segir Jón. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Óvissustig vegna snjóflóðahættu tók gildi á Austfjörðum í hádeginu en þar er spáð mikilli snjókomu til fjalla. Þá tók rýming gildi á nokkrum svæðum klukkan sex í kvöld. Sjá einnig: Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýming á Seyðisfirði nær til atvinnusvæðis við Strandveg og Ránargötu, en nokkrir íbúar þurftu einnig að yfirgefa heimili sín sem eru innan rýmingarsvæðis. Þá var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið um tíma í dag. Í Neskaupstað þurfti að rýma skilgreind atvinnusvæði við Norðfjarðarveg og Nausthvamm en rýmingin nær einnig til 37 heimila í íbúðahverfi þar sem á annað hundrað manns eru skráðir til heimilis. Íbúar þar geta enn leitað í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Viðbótarrýming tekur gildi klukkan 20 Í tilkynningu sem barst frá lögreglu nú í kvöld segir að alls búi um 170 manns á þeim svæðum sem rýmd voru í dag og eru allir komnir í húsaskjól. Þá var tekin ákvörðun um viðbótarrýmingu á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði til viðbótar, reitum SE03, SE04 og SE05, sem sjá má á myndinni hér að neðan í gulu. Um atvinnuhúsnæði er að ræða, meðal annars gistiheimili. Þegar þetta er skrifað stendur stendur rýming yfir og gert er ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Athygli er vakin á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun. „Maður er bara fullur þakklætis fyrir allt þetta öfluga fólk í björgunarsveitunum sem hefur komið í dag, bæði hér í Neskaupsstað og Seyðisfirði, og á fleiri stöðum og aðstoðað,“ segir Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum. Ástandið hreyfir við fólki í ljósi sögunnar Rýming hafi gengið fumlaust fyrir sig í dag og íbúar sýnt aðstæðum skilning. „Það eru auðvitað einhverjir ekki heima og kannski aðrir á svæðinu sem eru ekki skráðir til heimilis. Á Seyðisfirði var þetta minna, þar voru einungis skráðir níu en eru auðvitað miklu færri en þar er verið að rýma stærri svæði sem eru athafnasvæði og það er líka hér í Neskaupstað þannig þetta mun auðvitað hafa áhrif á fyrirtæki og fleira meðan að á þessu stendur,“ segir Jón Björn. Allir íbúar sem þufa að yfirgefa heimili sín ættu að vera komin með húsaskjól.Landsbjörg Hann ítrekar að ekki er um neyðarrýmingu að ræða heldur rýmingu í varúðarskyni af öryggisástæðum. „Margir, og flestir fóru til ættingja og vina og annað slíkt en einhverjir þurftu aðstoð við að finna sér húsnæði og það hefur verið leyst úr því í fjöldahjálparstöðinni og eins og staðan er núna þá eiga allir að vera komnir í hús,“ segir Jón Björn. Gengið er út frá því að rýming verði í gildi í mesta lagi í tvær nætur, fram á þriðjudag. „Auðvitað veit ég að þetta hreyfir við mörgum eftir bæði eftir rýmingarnar 2023 og flóðin. Og rétt fyrir jól, 20. Desember voru 50 ár liðin frá stóru snjóflóðunum 1974, auðvitað höfum verið að minnast þessa hræðilega viðburðar í Súðavík og auðvitað veit ég að þetta hefur allt áhrif á fólk. En stóra málið er að fólk tekur þessu af æðruleysi og það er svo mikilvægt,“ segir Jón.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira