Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 20. janúar 2025 12:33 Blóm, blöðrur og minningarorð um fórnarlömb árásarinar í Southport. AP/Darren Staples Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum. Stunguárásin í Southport þar sem árásamaður réðst á stúlkur sem voru á Taylor Swift-dansnámskeiði varð kveikjan að óeirðum víða á Englandi og Norður-Írlandi vegna lygasagna sem fóru á flug um að ódæðismaðurinn væri hælisleitandi sem hefði verið nýkominn til Bretlands með bát yfir Ermarsund. Axel Rudakubana, sem er sonur innflytjenda frá Rúanda og fæddist í Wales, játaði óvænt sekt þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool í morgun. Stúlkurnar þrjár sem hann stakk til bana voru sex, sjö og níu ára gamlar. Þá særði hann átta aðrar stúlkur á aldrinu sjö til þrettán ára ásamt leiðbeinanda þeirra og manni sem reyndi að stöðva árásina. Dómari sagði Rudakubana geta átt yfir höfði sér lífstíðardóm þegar dómur verður kveðinn upp á fimmtudag. Verjandi hans segist ætla að leggja fram gögn um geðheilsu Rudakubana sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna. Sjálfur hefur Rudakubana neitað að tjá sig fyrir dómi. Saksóknarar og lögregla hafa ekki sagt hvað hún telur að Rukdakubana hafi gengið til. Hann hafi ekki verið ákærður fyrir hryðjuverk vegna þess. Nokkrum mánuðum eftir að hann var handtekinn var hann ákærður fyrir að framleiða rísín og vörslu á leiðarvísi í tölvu sinni sem var talinn geta nýst þeim sem ætlaði sér að fremja hryðjuverk, að sögn AP-fréttastofunnar. Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51 Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01 Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Stunguárásin í Southport þar sem árásamaður réðst á stúlkur sem voru á Taylor Swift-dansnámskeiði varð kveikjan að óeirðum víða á Englandi og Norður-Írlandi vegna lygasagna sem fóru á flug um að ódæðismaðurinn væri hælisleitandi sem hefði verið nýkominn til Bretlands með bát yfir Ermarsund. Axel Rudakubana, sem er sonur innflytjenda frá Rúanda og fæddist í Wales, játaði óvænt sekt þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool í morgun. Stúlkurnar þrjár sem hann stakk til bana voru sex, sjö og níu ára gamlar. Þá særði hann átta aðrar stúlkur á aldrinu sjö til þrettán ára ásamt leiðbeinanda þeirra og manni sem reyndi að stöðva árásina. Dómari sagði Rudakubana geta átt yfir höfði sér lífstíðardóm þegar dómur verður kveðinn upp á fimmtudag. Verjandi hans segist ætla að leggja fram gögn um geðheilsu Rudakubana sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna. Sjálfur hefur Rudakubana neitað að tjá sig fyrir dómi. Saksóknarar og lögregla hafa ekki sagt hvað hún telur að Rukdakubana hafi gengið til. Hann hafi ekki verið ákærður fyrir hryðjuverk vegna þess. Nokkrum mánuðum eftir að hann var handtekinn var hann ákærður fyrir að framleiða rísín og vörslu á leiðarvísi í tölvu sinni sem var talinn geta nýst þeim sem ætlaði sér að fremja hryðjuverk, að sögn AP-fréttastofunnar.
Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51 Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01 Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51
Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30