Lífið

Heiðar Logi og Anný orðin for­eldrar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heiðar Logi og Anný búa í sumarhúsi rétt fyrir utan borgina.
Heiðar Logi og Anný búa í sumarhúsi rétt fyrir utan borgina.

Heiðar Logi Elíasson, brimbrettakappi og smiður, og kærasta hans Anný Björk Arnardóttir eignuðust stúlku þann 18. desember síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram. Þar segir að stúlkan hafi komið í heiminn á fallegum vetrardegi fyrir mánuði síðan.

„Þann 18. desember urðum við þriggja manna fjölskylda,“ skrifar parið.

Heiðar Logi er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann rekur einnig fyrirtækið Fasteignafegrun þar sem hann sérhæfir sig í hinu ýmsu viðhaldi fasteigna. Anný Björk hefur undanfarin ár starfað fyrir framleiðslufyrirtækið True North.

Parið opinberaði samband sitt í mars 2023. Hjúin búa saman í fallegu sumarhúsi rétt fyrir utan Reykjavík sem þau hafa verið að gera upp.

Heiðar opnaði sig upp á gátt í Einkalífinu á Vísi fyrir örfáum árum síðan. Þar sagði hann sagði frá því að æska sín hefði einkennst af mikilli óreiðu.


Tengdar fréttir

Heiðar Logi kafaði undir ísilagt Þingvallavatn án súrefniskúts

„Þetta var blanda af hræðslu og spennu. Það hræðast allir að detta undir ís og festast og því var maður auðvitað svolítið hræddur, en svo var þetta líka svo ótrúlega fallegt,“ segir brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson en hann hefur einnig fundið sig vel í fríköfun og stunda þar af krafti.

Heiðar Logi selur eina flottustu íbúð miðbæjarins

Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson hefur sett glæsilega íbúð sína við Laugaveg 40 til sölu. Um er að ræða rúmlega 80 fermetra eign á tveimur hæðum í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.