Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2025 13:41 Hafrún Kristjánsdóttir segir sjálfsrækt ágæta en þegar hún er farin að yfirtaka allt og fólk hafi orðið ekki tíma til að fara í saumaklúbbinn af því að það þurfti að vakna klukkan fimm til að tikka í öll box, þá sé þetta orðið skaðlegt. vísir/vilhelm Hafrún Kristjánsdóttir íþróttasálfræðingur segir of algengt að fólk taki sjálfsrækt alltof alvarlega og mikilvægari þættir sitji á hakanum. Þetta má heita óvænt útspil í þá þann mikla og árlega líkams- og sjálfsræktarham sem runnið hefur á landann eftir jól og áramót. Hafrún ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. Hún sagði sjálfsrækt í sjálfu sér gott fyrirbæri en það væri hægt að rækta sig of mikið. „Að fara út að hlaupa þrisvar í viku og slaka á í pottinum er gott. En þegar einhverskonar sjálfsrækt er farin að taka óheyrilegan tíma, og sá listi er langur, þá getur það verið skaðlegt. Þegar við förum að eyða endalausum tíma í okkur sjálf, förum að eyða peningum í allskonar efni, mælingar, áskriftir, ráðgjöf og svo framvegis þá er það farið að verða eitthvað sem getur haft neikvæðar afleiðingar.“ Mikil pressa frá samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir eru uppfullir af skilaboðum um hvernig við getum orðið betri en margt af því byggir á engu öðru en froðu „Kannski eru þarna vísindaleg sannleikskorn en mikilvægið er blásið út. Þetta er svo risastór bisness.“ Hafrún segir rannsóknir benda til að allt að 25 prósentum geti hreinlega liðið verr eftir að hafa fylgt sjálfsræktarráðum sem eru svo ekki neitt neitt. Að verða besta útgáfan af sjálfum sér, hvað þýðir það? „Sumt af þessu er bara rugl og er ekki hjálplegt. Það að vera besta útgáfan af sjálfum sér er mjög óljóst markmið og ef það væri í rauninni eitthvað til sem heitir besta útgáfan af sjálfum sér, sem fer náttúrlega eftir því hvernig maður túlkar þetta, þá ýtir það undir fullkomnunaráráttu. Þú þarft að koma inn í hvern dag sem keppnismanneskja, afreka eitthvað, sem eykur streitu og spennu og skapar óraunhæfar væntingar til manns. Fólk á hlaupabrettunum í World Class laugum. Hafrún segir að hóf sé í öllu best.vísir/vilhelm Það getur enginn stanslaust haft allt undir stjórn öllum stundum: Borða rétt, mæla ofan í sig kalóríur, mæta alltaf í ræktina fyrir vinnu, hreinsa húðina með tíu kremum. Þeir sem fara of langt í þessu verða sjálfhverfir.“ Samviskubit myndast sem leitt getur til leiðinda og mörg dæmi eru um óheyrilegar kröfur sem fólk setji á sjálft sig. Hafrún rakst til að mynda á einn Facebook-vin sinn sem lýsti ótrúlegum afrekum í sjálfræktinni, en þetta gekk trauðla upp: „Þetta voru miklar líkamlegar æfingar, mikilli slökun eftir á, jóga-æfingar og hugleiðsla, mikla máltíð sem erfitt var að setja saman því hún þurfti að vera næringarfræðilega hundrað prósent. Sko, þetta er allt gott og blessað en þegar þetta fer að taka marga klukkutíma á dag fyrir fólk sem er í vinnu og með fjölskyldu verður þetta óraunhæft. Og getur leitt til streitu.“ Fólk verður að slaka á Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. „Ég sá auglýsingu fyrir heilbrigt fólk sem kostar 300 þúsund, að fara í mælingu! Til að breyta svo lífsstílnum sínum. Er þetta nauðsynlegt? Það er gott að hreyfa sig en í hófi. Ef maður hreyfir sig of mikið eykur það líkur á geðrænum vandamálum. Að slaka, orka inn og orka út, þetta er gott. En ef lífið er farið að snúast um þetta og farið að hafa áhrif á samband okkar við annað fólk er það verra.“ Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. Að sögn Hafrúnar eru það félagsleg samskipti sem raunverulega veita okkur hamingju. „Ef maður kemst ekki í saumaklúbbinn því maður þarf að vakna klukkan fimm til að komast yfir æfingarnar, þá er það bara ekki gott.“ Hafrún segir að mikið af þessu snúist um útlit, meint heilbrigði og heilsu en nýjustu rannsóknir leiði í ljós að þar spili erfðir og utanaðkomandi þættir meiri rullu en fólk almennt hafði gert sér grein fyrir. „Genetík sem stýrir því hvernig við erum í laginu. Þó að ef við gerum allt rétt þá er ekki víst að við fáum þann líkama sem við höldum. Ný þekking sem er að aukast verulega, allskyns þættir í umhverfinu okkar hvort við náum því að vera alltaf heilbrigð og æðisleg. Maður verður að slaka á gagnvart því að afreka eitthvað. Stundum má maður bara vera til. Slaka aðeins á.“ Heilsa Líkamsræktarstöðvar Jóga Bítið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Hafrún ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. Hún sagði sjálfsrækt í sjálfu sér gott fyrirbæri en það væri hægt að rækta sig of mikið. „Að fara út að hlaupa þrisvar í viku og slaka á í pottinum er gott. En þegar einhverskonar sjálfsrækt er farin að taka óheyrilegan tíma, og sá listi er langur, þá getur það verið skaðlegt. Þegar við förum að eyða endalausum tíma í okkur sjálf, förum að eyða peningum í allskonar efni, mælingar, áskriftir, ráðgjöf og svo framvegis þá er það farið að verða eitthvað sem getur haft neikvæðar afleiðingar.“ Mikil pressa frá samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir eru uppfullir af skilaboðum um hvernig við getum orðið betri en margt af því byggir á engu öðru en froðu „Kannski eru þarna vísindaleg sannleikskorn en mikilvægið er blásið út. Þetta er svo risastór bisness.“ Hafrún segir rannsóknir benda til að allt að 25 prósentum geti hreinlega liðið verr eftir að hafa fylgt sjálfsræktarráðum sem eru svo ekki neitt neitt. Að verða besta útgáfan af sjálfum sér, hvað þýðir það? „Sumt af þessu er bara rugl og er ekki hjálplegt. Það að vera besta útgáfan af sjálfum sér er mjög óljóst markmið og ef það væri í rauninni eitthvað til sem heitir besta útgáfan af sjálfum sér, sem fer náttúrlega eftir því hvernig maður túlkar þetta, þá ýtir það undir fullkomnunaráráttu. Þú þarft að koma inn í hvern dag sem keppnismanneskja, afreka eitthvað, sem eykur streitu og spennu og skapar óraunhæfar væntingar til manns. Fólk á hlaupabrettunum í World Class laugum. Hafrún segir að hóf sé í öllu best.vísir/vilhelm Það getur enginn stanslaust haft allt undir stjórn öllum stundum: Borða rétt, mæla ofan í sig kalóríur, mæta alltaf í ræktina fyrir vinnu, hreinsa húðina með tíu kremum. Þeir sem fara of langt í þessu verða sjálfhverfir.“ Samviskubit myndast sem leitt getur til leiðinda og mörg dæmi eru um óheyrilegar kröfur sem fólk setji á sjálft sig. Hafrún rakst til að mynda á einn Facebook-vin sinn sem lýsti ótrúlegum afrekum í sjálfræktinni, en þetta gekk trauðla upp: „Þetta voru miklar líkamlegar æfingar, mikilli slökun eftir á, jóga-æfingar og hugleiðsla, mikla máltíð sem erfitt var að setja saman því hún þurfti að vera næringarfræðilega hundrað prósent. Sko, þetta er allt gott og blessað en þegar þetta fer að taka marga klukkutíma á dag fyrir fólk sem er í vinnu og með fjölskyldu verður þetta óraunhæft. Og getur leitt til streitu.“ Fólk verður að slaka á Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. „Ég sá auglýsingu fyrir heilbrigt fólk sem kostar 300 þúsund, að fara í mælingu! Til að breyta svo lífsstílnum sínum. Er þetta nauðsynlegt? Það er gott að hreyfa sig en í hófi. Ef maður hreyfir sig of mikið eykur það líkur á geðrænum vandamálum. Að slaka, orka inn og orka út, þetta er gott. En ef lífið er farið að snúast um þetta og farið að hafa áhrif á samband okkar við annað fólk er það verra.“ Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. Að sögn Hafrúnar eru það félagsleg samskipti sem raunverulega veita okkur hamingju. „Ef maður kemst ekki í saumaklúbbinn því maður þarf að vakna klukkan fimm til að komast yfir æfingarnar, þá er það bara ekki gott.“ Hafrún segir að mikið af þessu snúist um útlit, meint heilbrigði og heilsu en nýjustu rannsóknir leiði í ljós að þar spili erfðir og utanaðkomandi þættir meiri rullu en fólk almennt hafði gert sér grein fyrir. „Genetík sem stýrir því hvernig við erum í laginu. Þó að ef við gerum allt rétt þá er ekki víst að við fáum þann líkama sem við höldum. Ný þekking sem er að aukast verulega, allskyns þættir í umhverfinu okkar hvort við náum því að vera alltaf heilbrigð og æðisleg. Maður verður að slaka á gagnvart því að afreka eitthvað. Stundum má maður bara vera til. Slaka aðeins á.“
Heilsa Líkamsræktarstöðvar Jóga Bítið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira