Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2025 21:03 Nýja hótelið verður allt hið glæsilegasta með 68 herbergjum. Pro-Ark teiknistofa Selfossi Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars. Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira