Lífið

Fimm­tíu milljón króna hækkun eftir um­fangs­miklar endur­bætur

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fasteignamatið á húsinu eftir breytingar hefur hækkað um rúmar þrjár milljónir.
Fasteignamatið á húsinu eftir breytingar hefur hækkað um rúmar þrjár milljónir.

Við Helgubraut í Kópavogi er að finna 275 fermetra einbýlishús sem var byggt árið 1985. Núverandi eigendur keyptu eignina í maí á síðasta ári fyrir 144,9 milljónir króna. Húsið er nú komið aftur á sölu, með ásett verði upp á 198,4 milljónir króna, sem er hækkun upp á rúmar 50 milljónir króna á innan við ári.

Þegar fjölskyldan festi kaup á eigninni var kominn tími á ýmsar endurbætur innanhús. Ráðist var í umfangsmiklar framkvæmdir sem meðal annars fólust í því að leggja nýtt parket, skipt um innréttingar í eldhúsi og baðherbergi og arininn í stofunni fékk yfirhalningu. 

Eignin hefur nú verið nánast öll endurnýjuð án stílhreinan máta, án þess að henda öllu því gamla út.

Húsið skiptist í anddyri, mjög rúmgott eldhús, sólskála, tvær samliggjandi stofur, önnur með kamínu, fimm mjög rúmgóð svefnherbergi, þar af hjónasvítu með innangengt í fataherbergi og baðherbergi. Auk þess eru tvö baðherbergi og eitt gestasalerni í húsinu.

Fasteignamat fyrir breytingar var 165.150.000 krónur, en hefur nú hækkað um rúmar þrjár milljónir, og er nú 168.550.000 krónur.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Á myndunum hér að neðan má sjá húsið fyrir og eftir breytingar.

Skipt var um eldhúsinnréttingu og sett harðparket á gólfið.
Arinninn í stofunni fékk yfirhalningu og var málaður í svötum lit. Þá var steinninn einnig málaður og svört viðarklæðning sett á vegginn og fyrir stigaopið.
Veggklæðning var tekin af veggjum og alrýmið málað í hlýlegum ljósum lit.
Gestasnyrtingin fékk létta yfirhalningu. Veggir voru málaðir, nýjar hillur hengdar upp fyrir ofan klósettið og nýr spegill. Smart og einfalt!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.