Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2025 21:04 Pramminn, sem flytur tæki og tól út í Efri Laugardælaeyju þar sem ýmsar rannsóknir munu fara fram á næstu vikum vegna smíði nýju brúarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki á hverjum degi, sem það sést prammi sigla á Ölfusá við Selfoss en það gerðist þó í dag þegar byrjað var að flytja vélar og tæki í Efri Laugardælaeyju til að hefja jarðvegsrannsóknir á eyjunni en nýja Ölfusárbrúin mun meðal annars fara þar yfir. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni 20. nóvember síðastliðinn en brúin mun kosta um 18 milljarða króna í byggingu. Byggð verður 330 metra löng brú. En hvað eruð þið að fara með út í eyjuna? „Gröfu, bor og búnað. Þetta er spennandi verkefni en smá krefjandi”, segir Árni Kópsson, eigandi fyrirtækisins Vatnsborun og prammans. Brúin fer yfir Efri Laugardælaeyju í Ölfusá og í dag var byrjað að ferja ýmsa hluti yfir í eyjuna til að hefja þar rannsóknar áður en að smíði brúarinnar kemur. „Þar á að fara í jarðvegsrannsóknir fyrir stöpul brúarinnar, sem á að rísa hér. Þetta er náttúrulega svo sem ekki nema lítill hluti verksins, það eru þessar rannsóknir en þetta er þó undirbúningur fyrir það sem koma skal á næstu árum,” segir Höskuldur Tryggvason, verkefnisstjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Höskuldur Tryggvason, verkefnisstjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar, sem var að fylgjast með prammanum við störf á Ölfusá í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta ekki bara spennandi og skemmtilegt ? „Jú, það verður mjög spennandi og skemmtilegt að fylgjast með þessu rísa hérna. Við áætlun að fyrstu bílarnir fara yfir nýju brúna í október 2028”, bætir Höskuldur við. Svona mun nýja Ölfusárbrúin líta út en umferð verður hleypt á hana í október 2028.Aðsend Árborg Ný Ölfusárbrú Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni 20. nóvember síðastliðinn en brúin mun kosta um 18 milljarða króna í byggingu. Byggð verður 330 metra löng brú. En hvað eruð þið að fara með út í eyjuna? „Gröfu, bor og búnað. Þetta er spennandi verkefni en smá krefjandi”, segir Árni Kópsson, eigandi fyrirtækisins Vatnsborun og prammans. Brúin fer yfir Efri Laugardælaeyju í Ölfusá og í dag var byrjað að ferja ýmsa hluti yfir í eyjuna til að hefja þar rannsóknar áður en að smíði brúarinnar kemur. „Þar á að fara í jarðvegsrannsóknir fyrir stöpul brúarinnar, sem á að rísa hér. Þetta er náttúrulega svo sem ekki nema lítill hluti verksins, það eru þessar rannsóknir en þetta er þó undirbúningur fyrir það sem koma skal á næstu árum,” segir Höskuldur Tryggvason, verkefnisstjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Höskuldur Tryggvason, verkefnisstjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar, sem var að fylgjast með prammanum við störf á Ölfusá í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta ekki bara spennandi og skemmtilegt ? „Jú, það verður mjög spennandi og skemmtilegt að fylgjast með þessu rísa hérna. Við áætlun að fyrstu bílarnir fara yfir nýju brúna í október 2028”, bætir Höskuldur við. Svona mun nýja Ölfusárbrúin líta út en umferð verður hleypt á hana í október 2028.Aðsend
Árborg Ný Ölfusárbrú Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira