Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 08:40 Sara Sigmunsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir keppa saman í liði á mótinu í Miami. @wodapalooza Það styttist í stóru stundina þegar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir taka höndum saman og keppa í sama liði á einu stærsta CrossFit móti heims. Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira