Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 20:43 Mörður Árnason var formaður umhverfisnefndar þegar lögin voru sett. Vísir Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður umhverfisnefndar þegar lög voru sett um stjórn vatnamála frá árinu 2011. Hann gerir deilur um Hvammsvirkjun í Þjórsá að umtalsefni sínu í grein sem hann birtir á Vísi í dag. Hvammsvirkjun standist ekki skilyrðin Hann segir því haldið fram að í lögunum sem sett voru árið 2011 sé ákvæði sem komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir og flóðgarða. „Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi,“ skrifar Mörður. Þau tilvik geti komið til vegna nýrra breytinga, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar sem leiða til breytinga á vatsngæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum eða á hæð grunnvatnshlots. Eða þá „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir að virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann fimmtánda janúar hafi umræða því hafist um að virkjanir, brýr og hafnir fælust ekki í umræddum tilvikum og því þurfi að breyta lögunum hið snarasta. Því er Mörður ekki sammála. Virkjun sérstaklega tekin fram í rökstuðningi Í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að lögunum hafi sérstaklega verið bent á af hverju þessar breytingar gætu stafað. Nefnilega vatnsaflsvirkjunum, flóðavörnum, vegagerðar eða gerðar siglingavega. „Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út,“ skrifar Mörður. „Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „A. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, B. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og C. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Hvar er greinargerð Landsvirkjunar? Hann segir ekkert að athuga við liði A og C en að eðlilegt sé að staldra sérstaklega við B-liðinn. „Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru,“ segir Mörður. „Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun?“ Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður umhverfisnefndar þegar lög voru sett um stjórn vatnamála frá árinu 2011. Hann gerir deilur um Hvammsvirkjun í Þjórsá að umtalsefni sínu í grein sem hann birtir á Vísi í dag. Hvammsvirkjun standist ekki skilyrðin Hann segir því haldið fram að í lögunum sem sett voru árið 2011 sé ákvæði sem komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir og flóðgarða. „Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi,“ skrifar Mörður. Þau tilvik geti komið til vegna nýrra breytinga, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar sem leiða til breytinga á vatsngæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum eða á hæð grunnvatnshlots. Eða þá „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir að virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann fimmtánda janúar hafi umræða því hafist um að virkjanir, brýr og hafnir fælust ekki í umræddum tilvikum og því þurfi að breyta lögunum hið snarasta. Því er Mörður ekki sammála. Virkjun sérstaklega tekin fram í rökstuðningi Í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að lögunum hafi sérstaklega verið bent á af hverju þessar breytingar gætu stafað. Nefnilega vatnsaflsvirkjunum, flóðavörnum, vegagerðar eða gerðar siglingavega. „Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út,“ skrifar Mörður. „Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „A. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, B. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og C. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Hvar er greinargerð Landsvirkjunar? Hann segir ekkert að athuga við liði A og C en að eðlilegt sé að staldra sérstaklega við B-liðinn. „Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru,“ segir Mörður. „Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun?“
Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira