Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2025 07:02 Einkaþota í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Hilmar segir fyrirtæki sitt hafa þjónustað um 80 prósent einkaþotna á flugvellinum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Isavia svipti stærsta flugþjónustufyrirtæki einkaþotna starfsleyfi á bæði Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli vegna öryggisástæðna í síðustu viku. Eigandi fyrirtækisins segir að sviptingin hafi verið kærð til Samgöngustofu en Isavia vill ekki svara hvers vegna rekstrarleyfið var tekið af því. Rekstrarleyfi ACE FBO á báðum flugvöllum var afturkallað með hálfs sólarhrings fyrirvara á miðvikudag í síðustu viku, að sögn Hilmars Ágústs Hilmarssonar, eiganda fyrirtækisins. Aðalástæðan sem Isavia hafi gefið upp hafi verið öryggisatriði og að fyrirtækið væri hættulegt á flugvöllunum. Isavia vildi ekki staðfesta að ACE FBO hefði verið svipt rektrarleyfi vegna þess að það tjáði sig ekki um málefni einstakra rekstraraðila, aðeins að flugþjónustufyrirtækið væri ekki með starfsemi á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli líkt og komið hafi fram í formlegri tilkynningu til flugrekstraraðila. Athugasemdir voru gerðar við nokkur atriði í kjölfar úttektar Isavia á ACE FBO í sumar, að sögn Hilmars. Isavia hafi meðal annars krafist gagna um þjálfun starfsmanna fyrirtækisins og um viðhald á búnaði. Svör fyrirtækisins við þeim athugasemdum hafi ekki verið talin fullnægjandi. „Við bættum úr öllum þessum atriðum. Þetta var bara skriffinnska. Við erum alltaf búin að gera allt rétt,“ segir Hilmar við Vísi. Isavia hafi hins vegar ekki brugðist við frekari svörum fyrirtækisins. „Við fengum bréf sent á miðvikudaginn klukkan hálf tvö og þeir segja að frá og með miðnætti megum við ekki lengur afgreiða,“ segir Hilmar en þá hafi fyrirtækið átt von á nokkrum flugvélum. Isavia sér um rekstur bæði Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvallar. Það segist ekki gefa neinn afslátt af öryggiskröfum en vill ekki upplýsa hvers vegna ACE FBO var svipt rekstrarleyfi.Vísir/Vilhelm Enginn afsláttur af öryggiskröfum Hilmar furðar sig á hversu hart Isavia hafi gengið fram gegn fyrirtæki sínu sem þjónustaði um 1.500 flugvélar í fyrra. Þá þykir honum sérstakt að rekstrarleyfi fyrirtækisins sé afturkallað bæði í Reykjavík og í Keflavík þrátt fyrir að athugasemdirnar sem Isavia gerði hafi aðeins verið á síðarnefnda flugvellinum. Isavia hafi hafnað ósk fyrirtækisins um að taka málið upp aftur. Því segir Hilmar að búið sé að kæra ákvörðunina til Samgöngustofu. „Þetta eru ekki eðlileg samskipti, þetta er mjög óeðlilegt allt saman,“ segir hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Isavia að það „gefi engan afslátt af kröfum í starfsemi flugvallanna þegar kemur að öryggismálum“. Það vildi ekki svara neinum spurningum um forsendur sviptingarinnar eða við hvaða öryggisatriði athugasemdir hefur verið gerðar. Dómur fyrir skjalafals og með Sigga hakkara í vinnu Saga ACE FBO er nokkuð skrautleg. ACE FBO ehf. var úrskurðað gjaldþrota árið 2020. Starfsemin hefur verið rekin í félaginu ACE FBO Reykjavík ehf. síðustu ár. Hilmar hlaut sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals árið 2018. Hann var fundinn sekur um að falsa afrit af hæfnisprófi fyrir Bombardier-flugvél þegar hann sótti um endurútgáfu af flugliðaskírteini sínu árið 2015, að því er kom fram í umfjöllun DV á sínum tíma. Nafn hans kom einnig fyrir í Panamaskjölunum svonefndu. Þar var einnig fjallað um önnur félög í eigu Hilmars á Reykjavíkurflugvelli. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var skráður stjórnarformaður og framkvæmdastjóri eins þeirra félaga. Hann hefur hlotið refsidóma, meðal annars fyrir barnaníð og fjársvik. Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Stjórnsýsla Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Rekstrarleyfi ACE FBO á báðum flugvöllum var afturkallað með hálfs sólarhrings fyrirvara á miðvikudag í síðustu viku, að sögn Hilmars Ágústs Hilmarssonar, eiganda fyrirtækisins. Aðalástæðan sem Isavia hafi gefið upp hafi verið öryggisatriði og að fyrirtækið væri hættulegt á flugvöllunum. Isavia vildi ekki staðfesta að ACE FBO hefði verið svipt rektrarleyfi vegna þess að það tjáði sig ekki um málefni einstakra rekstraraðila, aðeins að flugþjónustufyrirtækið væri ekki með starfsemi á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli líkt og komið hafi fram í formlegri tilkynningu til flugrekstraraðila. Athugasemdir voru gerðar við nokkur atriði í kjölfar úttektar Isavia á ACE FBO í sumar, að sögn Hilmars. Isavia hafi meðal annars krafist gagna um þjálfun starfsmanna fyrirtækisins og um viðhald á búnaði. Svör fyrirtækisins við þeim athugasemdum hafi ekki verið talin fullnægjandi. „Við bættum úr öllum þessum atriðum. Þetta var bara skriffinnska. Við erum alltaf búin að gera allt rétt,“ segir Hilmar við Vísi. Isavia hafi hins vegar ekki brugðist við frekari svörum fyrirtækisins. „Við fengum bréf sent á miðvikudaginn klukkan hálf tvö og þeir segja að frá og með miðnætti megum við ekki lengur afgreiða,“ segir Hilmar en þá hafi fyrirtækið átt von á nokkrum flugvélum. Isavia sér um rekstur bæði Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvallar. Það segist ekki gefa neinn afslátt af öryggiskröfum en vill ekki upplýsa hvers vegna ACE FBO var svipt rekstrarleyfi.Vísir/Vilhelm Enginn afsláttur af öryggiskröfum Hilmar furðar sig á hversu hart Isavia hafi gengið fram gegn fyrirtæki sínu sem þjónustaði um 1.500 flugvélar í fyrra. Þá þykir honum sérstakt að rekstrarleyfi fyrirtækisins sé afturkallað bæði í Reykjavík og í Keflavík þrátt fyrir að athugasemdirnar sem Isavia gerði hafi aðeins verið á síðarnefnda flugvellinum. Isavia hafi hafnað ósk fyrirtækisins um að taka málið upp aftur. Því segir Hilmar að búið sé að kæra ákvörðunina til Samgöngustofu. „Þetta eru ekki eðlileg samskipti, þetta er mjög óeðlilegt allt saman,“ segir hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Isavia að það „gefi engan afslátt af kröfum í starfsemi flugvallanna þegar kemur að öryggismálum“. Það vildi ekki svara neinum spurningum um forsendur sviptingarinnar eða við hvaða öryggisatriði athugasemdir hefur verið gerðar. Dómur fyrir skjalafals og með Sigga hakkara í vinnu Saga ACE FBO er nokkuð skrautleg. ACE FBO ehf. var úrskurðað gjaldþrota árið 2020. Starfsemin hefur verið rekin í félaginu ACE FBO Reykjavík ehf. síðustu ár. Hilmar hlaut sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals árið 2018. Hann var fundinn sekur um að falsa afrit af hæfnisprófi fyrir Bombardier-flugvél þegar hann sótti um endurútgáfu af flugliðaskírteini sínu árið 2015, að því er kom fram í umfjöllun DV á sínum tíma. Nafn hans kom einnig fyrir í Panamaskjölunum svonefndu. Þar var einnig fjallað um önnur félög í eigu Hilmars á Reykjavíkurflugvelli. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var skráður stjórnarformaður og framkvæmdastjóri eins þeirra félaga. Hann hefur hlotið refsidóma, meðal annars fyrir barnaníð og fjársvik.
Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Stjórnsýsla Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira