Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. janúar 2025 11:53 Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson eru tveir af stofnendum Humble, sem áður bar heitið Leifur Arnar. Notendur forrits sem ætlað er að sporna við matarsóun með því að bjóða notendum veglega afslætti á mat sem annars yrði hent geta fengið veglegan afslátt. Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson, tveir af stofnendum forritsins Humble, ræddu um forritið í Bítinu á Bylgjunni. „Við erum að hjálpa smásölum og heildsölum að koma þessum vörum út, sem eru kannski á síðasta snúning. Frábærar í dag en ekki jafn góðar á morgun. Bakarí og sushistaðir hafa verið mjög duglegir að setja inn vörur. Þetta eru svona tækifæriskaup,“ segir Hlynur Rafn. Sótt eða sent Steinn Arnar segir að kapp sé lagt á að tryggja gæði vörunnar og að notendur forritsins hafi aðeins haft góða sögu að segja. Mörg fyrirtæki nýti sér þjónustu Humble. „Meginþorri heildsala hefur verið að prófa sig áfram með okkur og er núna vonandi að fara að keyra þetta af stað. Við bjóðum í raun upp á tvenns konar þjónustu. Sóttar vörur, þar sem þú sækir þetta til veitingastaðarins, og hins vegar sendar vörur. Þá setur þú bara í körfu, pantar, og við sjáum síðan um það með okkar dreifingaraðilum að sækja til heildsala, taka saman pantanir og senda til ykkar,“ segir Steinn. Afsláttur af heildsöluverði Aðspurður segir Steinn að afslátturinn sem fáist sé alla jafna frekar hár. „Við erum yfirleitt að tala um allavega 30 prósent afslátt. Ef þetta er vara sem á mjög mikinn líftíma eftir þá held ég að það lægsta sem við höfum verið með sé í kringum 25 prósent,“ segir Steinn. Mesti afslátturinn hafi verið 87 prósent. Hlynur nefnir að oftast sé um að ræða afslátt af heildsöluverði. „Það er hægt að bera þetta saman við vörur sem þú færð í Krónunni, Bónus eða Costco. Þetta er á töluvert betra verði.“ Pössuðu áður upp á Leif Arnar Forritið hét áður Leifur Arnar, þar sem markmiðið var að passa upp á leifarnar. Eftir að hafa rætt við fólk í bransanum hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra sem opnaði á mögulega sókn út fyrir landsteinana. Hlusta má á viðtal við þá Hlyn og Stein í spilaranum hér að ofan. Neytendur Matur Matvöruverslun Bítið Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira
Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson, tveir af stofnendum forritsins Humble, ræddu um forritið í Bítinu á Bylgjunni. „Við erum að hjálpa smásölum og heildsölum að koma þessum vörum út, sem eru kannski á síðasta snúning. Frábærar í dag en ekki jafn góðar á morgun. Bakarí og sushistaðir hafa verið mjög duglegir að setja inn vörur. Þetta eru svona tækifæriskaup,“ segir Hlynur Rafn. Sótt eða sent Steinn Arnar segir að kapp sé lagt á að tryggja gæði vörunnar og að notendur forritsins hafi aðeins haft góða sögu að segja. Mörg fyrirtæki nýti sér þjónustu Humble. „Meginþorri heildsala hefur verið að prófa sig áfram með okkur og er núna vonandi að fara að keyra þetta af stað. Við bjóðum í raun upp á tvenns konar þjónustu. Sóttar vörur, þar sem þú sækir þetta til veitingastaðarins, og hins vegar sendar vörur. Þá setur þú bara í körfu, pantar, og við sjáum síðan um það með okkar dreifingaraðilum að sækja til heildsala, taka saman pantanir og senda til ykkar,“ segir Steinn. Afsláttur af heildsöluverði Aðspurður segir Steinn að afslátturinn sem fáist sé alla jafna frekar hár. „Við erum yfirleitt að tala um allavega 30 prósent afslátt. Ef þetta er vara sem á mjög mikinn líftíma eftir þá held ég að það lægsta sem við höfum verið með sé í kringum 25 prósent,“ segir Steinn. Mesti afslátturinn hafi verið 87 prósent. Hlynur nefnir að oftast sé um að ræða afslátt af heildsöluverði. „Það er hægt að bera þetta saman við vörur sem þú færð í Krónunni, Bónus eða Costco. Þetta er á töluvert betra verði.“ Pössuðu áður upp á Leif Arnar Forritið hét áður Leifur Arnar, þar sem markmiðið var að passa upp á leifarnar. Eftir að hafa rætt við fólk í bransanum hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra sem opnaði á mögulega sókn út fyrir landsteinana. Hlusta má á viðtal við þá Hlyn og Stein í spilaranum hér að ofan.
Neytendur Matur Matvöruverslun Bítið Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira