Ærandi þögn og klukkan tifar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2025 11:35 Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna með bindið á kosningavöku í nóvember. Þeir hafi unnið lengi saman í Sjálfstæðisflokknum en eru alls ekki alltaf sammála. Vísir/vilhelm Þögnin er ærandi þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Enginn líklegur hefur opinberlega boðið fram krafta sína til formanns þó eitt formannsefni vinni hörðum höndum að framboði. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins frá árinu 2009, tilkynnti snemma í janúar að hans vertíð í formannsstól liði senn undir lok. Hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til formennsku á komandi landsfundi. Fjölmargir hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar en þrjú þá helst, fólk sem hefur verið í forystu flokksins ýmist sem varaformenn eða ritarar. Þau sem um ræðir eru öll ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra sömuleiðis verið nefnd til sögunnar og talið henni til styrks að hún sé sú óumdeildasta meðal flokksmanna sem margir hverjir horfa til þess að lægja öldur sem hafa verið á milli fylkinga innan flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur staðið vaktina hjá Sjálfstæðisflokknum sem bæði ritari og varaformaður. Hún hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að leiða flokkinn inn í framtíðina.vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Bakland Áslaugar Örnu í flokknum er heilmikið og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur verið á útopnu félagslega, verið tíður gestur á viðburðum og nú síðast á þorrablóti Vesturbæjar meðal KR-inga en Áslaug er uppalin í Ártúnsholtinu og gallhörð Fylkiskona. Áslaug Arna tók tímabundið við stöðu varaformanns flokksins í september 2017 eftir andlát Ólafar Nordal, varaformanns flokksins. Á landsfundi hálfu ári síðar var Þórdís Kolbrún kjörin varaformaður en Áslaug Arna ritari. Margir töldu Áslaugu Örnu líklega til að bjóða sig fram sem varaformann á landsfundi flokksins 2022. Hún gaf út rit á landsfundinum með framtíðarsýn hennar og dreifði meðal gesta fundarins. Hún bauð sig þó ekki fram gegn Þórdísi Kolbrúnu sem var endurkjörin varaformaður án mótframboðs. Þórdís Kolbrún bauð fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum eftir þingmennsku í Norðvesturkjördæmi í áratug.Vísir/RAX Þórdís Kolbrún hefur ítrekað lýst því yfir í viðtölum undanfarið ár að hún sé tilbúin að veita flokknum forystu ef og þegar Bjarni hætti sem formaður. Síðan Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína hefur Þórdís ekki verið afdráttarlaus. Í löngu viðtali í Samtalinu hjá Heimi Má á dögunum, sem manneskja í formannshugleiðingum hefði getað nýtt til að blása flokknum byr í brjóst og gefa innsýn í framtíðina, kom lítið nýtt fram varðandi mögulegt framboð. Hún sagði það vissulega stefnubreytingu ef hún byði sig ekki fram. „Í rauninni tók ég ákvörðun fyrir meira en tveimur árum örugglega, að ég myndi bjóða fram krafta mína þegar Bjarni Benediktsson myndi ákveða að hætta sem formaður. Ég hef ekki tekið nýja ákvörðun síðan þá,“ sagði Þórdís Kolbrún. Uppfært 12:15: Þórdís Kolbrún tilkynnti klukkustund eftir birtingu fréttarinnar að hún gæfi ekki kost á sér til formanns. Sumir lesa ýmislegt í þá ákvörðun Bjarna að láta af formennsku á landsfundinum í stað þess að hætta í janúar og gefa þannig varaformanninum Þórdísi kost á að máta sig sem formaður fram að landsfundi. Það hefði verið skýr stuðningsyfirlýsing frá Bjarna sem hefur ekkert látið uppi um hvaða arftaki hugnist honum best. Með því að sitja fram að landsfundi fær enginn forskot í formannskapphlaupinu auk þess sem hefð er fyrir því að formenn sitji fram að landsfundi. Guðlaugur Þór Þórðarson bauð sig fram til formanns gegn Bjarna á síðasta landsfundi flokksins haustið 2022 og minnti á styrk sinn innan flokksins þrátt fyrir tap. Margir reiknuðu með því að Guðlaugur Þór myndi stökkva á tækifærið þegar Bjarni stigi loksins frá borði. Guðlaugur Þór hefur eins og Áslaug mikið bakland í flokknum og þá sérstaklega í Reykjavík. Oddvitaslagur þeirra í Reykjavík í júní 2021 gaf áhugaverða innsýn í átök innan flokksins. „Þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur Þór í ræðu meðal stuðningsmanna en mikið gekk á í aðdragandanum. Það eru einmitt þessi klofningur innan flokksins, sem sést til dæmis í fyrrnefndum oddvitaslag fyrir tæpum fjórum árum, sem situr í mörgum flokksmanninum sem vill sjá flokkinn sameinast um einstakling til að leiða flokkinn inn í framtíðina. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningum hefur þrátt fyrir varnarsigur, sé litið til skoðanakannana, aldrei mælst lægra eða rétt undir tuttugu prósentum. En hver gæti sameinað sundraðan flokk inn í framtíðina? Guðrún Hafsteinsdóttir hefur játað því að hafa fengið áskoranir um framboð til formanns flokksins. Koma verður í ljós hvort hún láti slag standa.Vísir/Vilhelm Það skildi enginn útiloka fyrrnefnd þrjú en sífellt fleiri innan Sjálfstæðisflokksins eru farnir að horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Það þykir Guðrúnu til tekna að vera hvað minnst umdeild innan flokksins af mögulegum formannsefnum. Hún þykir hafa staðið í lappirnar í útlendingamálum eftir að hafa tekið við dómsmálaráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni á síðasta kjörtímabili. Skemmst er að minnast afdráttarlauss svars hennar í máli Yazan Tamimi þegar brottvísun hennar var frestað. Það hafi verið henni þvert um geð. Útlendingamálin brenna á flokksmönnum og hafa gert um nokkurn tíma. Sumir flokksmenn telja ljóst að fylgi flokksins hafi meðal annars hrapað vegna seinagangs ríkisstjórnar í þeim málum þar sem Vinstri græn hafi staðið í vegi fyrir nauðsynlegum breytingum. Miðflokkurinn hafi tekið útlendingamálin fastari tökum og þangað hafi flokkurinn misst nokkuð fylgi. En ekkert heyrist frá Guðrúnu frekar en Áslaugu, Þórdísi eða Guðlaugi. Það þýðir líka lítið að spyrja. Ekkert þeirra er líklegt til að gefa nokkuð uppi um plön sín nema með skipulögðum kortlögðum hætti. Bjarni Benediktsson hafði verið þrálátlega spurður út í framtíð sína sem formaður en gaf ekkert uppi fyrr en með Facebook-status þann 6. janúar. Fræðilega séð gætu öll fjögur boðið sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins en það má telja ólíklegt og næsta útilokað. Sú leið myndi benda til meiri sundrungar en samtöðu innan flokksins. Mun líklegra má telja að framboðin verði í mesta lagi tvö. Þar er Áslaug Arna langlíklegust eins og staðan er í dag og sú eina sem virðist augljóslega vinna að framboði. Hún sagði á dögunum flokkinn þurfa „ferskt og nýtt upphaf“ og Þórdís sagði flokkinn þurfa að „breikka faðminn“. Fyrirkomulagið í kosningum til formanns spilar líka stóra rullu en því má líkja við hið umdeilda einvígi Söngvakeppninnar, sem nú hefur verið lagt af, þótt fyrirkomulagið sé mjög hefðbundið. Til að ná kjöri þarf meirihluta atkvæða en annars kjósa á ný á milli tveggja efstu frambjóðenda. Óvissan er mun meiri hjá hinum þremur. Þá er alltaf mögulegt að einhver bjóði óvænt fram krafta sína á síðustu stundu en möguleikar á slíku framboði eru hverfandi enda ljóst að sá sem ætlar að ná kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að ræsa vélarnar, hringja símtölin og tryggja sér stuðning landsfundarfulltrúa í tæka tíð. Þá má nefna að Snorri Ásmundsson listamaður hefur þegar tilkynnt um framboð til formanns, ekki í fyrsta skipti. Þá telja sumir að inn í umræðu formannsefna sín á milli í aðdraganda landsfundar og mögulegs samkomulags um framboð, og ekki framboð, geti fléttast loforð um stuðning í borgarstjórnarkosningunum 2026. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í minnihluta í hálfan annan áratug. Þar þykir mörgum Sjálfstæðismanninum augljóst tækifæri fyrir sterkan flokksmann að taka til hendinni. Helst hafa verið nefnd til sögunnar Reykjavíkurfólkið Áslaug Arna og Guðlaugur Þór. Spennan er í það minnsta mikil og verður fróðlegt að sjá hver verður kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins sunnudaginn 2. mars. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð. 19. janúar 2025 13:49 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður flokksins frá árinu 2009, tilkynnti snemma í janúar að hans vertíð í formannsstól liði senn undir lok. Hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til formennsku á komandi landsfundi. Fjölmargir hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar en þrjú þá helst, fólk sem hefur verið í forystu flokksins ýmist sem varaformenn eða ritarar. Þau sem um ræðir eru öll ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra sömuleiðis verið nefnd til sögunnar og talið henni til styrks að hún sé sú óumdeildasta meðal flokksmanna sem margir hverjir horfa til þess að lægja öldur sem hafa verið á milli fylkinga innan flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur staðið vaktina hjá Sjálfstæðisflokknum sem bæði ritari og varaformaður. Hún hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að leiða flokkinn inn í framtíðina.vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Bakland Áslaugar Örnu í flokknum er heilmikið og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur verið á útopnu félagslega, verið tíður gestur á viðburðum og nú síðast á þorrablóti Vesturbæjar meðal KR-inga en Áslaug er uppalin í Ártúnsholtinu og gallhörð Fylkiskona. Áslaug Arna tók tímabundið við stöðu varaformanns flokksins í september 2017 eftir andlát Ólafar Nordal, varaformanns flokksins. Á landsfundi hálfu ári síðar var Þórdís Kolbrún kjörin varaformaður en Áslaug Arna ritari. Margir töldu Áslaugu Örnu líklega til að bjóða sig fram sem varaformann á landsfundi flokksins 2022. Hún gaf út rit á landsfundinum með framtíðarsýn hennar og dreifði meðal gesta fundarins. Hún bauð sig þó ekki fram gegn Þórdísi Kolbrúnu sem var endurkjörin varaformaður án mótframboðs. Þórdís Kolbrún bauð fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum eftir þingmennsku í Norðvesturkjördæmi í áratug.Vísir/RAX Þórdís Kolbrún hefur ítrekað lýst því yfir í viðtölum undanfarið ár að hún sé tilbúin að veita flokknum forystu ef og þegar Bjarni hætti sem formaður. Síðan Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína hefur Þórdís ekki verið afdráttarlaus. Í löngu viðtali í Samtalinu hjá Heimi Má á dögunum, sem manneskja í formannshugleiðingum hefði getað nýtt til að blása flokknum byr í brjóst og gefa innsýn í framtíðina, kom lítið nýtt fram varðandi mögulegt framboð. Hún sagði það vissulega stefnubreytingu ef hún byði sig ekki fram. „Í rauninni tók ég ákvörðun fyrir meira en tveimur árum örugglega, að ég myndi bjóða fram krafta mína þegar Bjarni Benediktsson myndi ákveða að hætta sem formaður. Ég hef ekki tekið nýja ákvörðun síðan þá,“ sagði Þórdís Kolbrún. Uppfært 12:15: Þórdís Kolbrún tilkynnti klukkustund eftir birtingu fréttarinnar að hún gæfi ekki kost á sér til formanns. Sumir lesa ýmislegt í þá ákvörðun Bjarna að láta af formennsku á landsfundinum í stað þess að hætta í janúar og gefa þannig varaformanninum Þórdísi kost á að máta sig sem formaður fram að landsfundi. Það hefði verið skýr stuðningsyfirlýsing frá Bjarna sem hefur ekkert látið uppi um hvaða arftaki hugnist honum best. Með því að sitja fram að landsfundi fær enginn forskot í formannskapphlaupinu auk þess sem hefð er fyrir því að formenn sitji fram að landsfundi. Guðlaugur Þór Þórðarson bauð sig fram til formanns gegn Bjarna á síðasta landsfundi flokksins haustið 2022 og minnti á styrk sinn innan flokksins þrátt fyrir tap. Margir reiknuðu með því að Guðlaugur Þór myndi stökkva á tækifærið þegar Bjarni stigi loksins frá borði. Guðlaugur Þór hefur eins og Áslaug mikið bakland í flokknum og þá sérstaklega í Reykjavík. Oddvitaslagur þeirra í Reykjavík í júní 2021 gaf áhugaverða innsýn í átök innan flokksins. „Þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur Þór í ræðu meðal stuðningsmanna en mikið gekk á í aðdragandanum. Það eru einmitt þessi klofningur innan flokksins, sem sést til dæmis í fyrrnefndum oddvitaslag fyrir tæpum fjórum árum, sem situr í mörgum flokksmanninum sem vill sjá flokkinn sameinast um einstakling til að leiða flokkinn inn í framtíðina. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningum hefur þrátt fyrir varnarsigur, sé litið til skoðanakannana, aldrei mælst lægra eða rétt undir tuttugu prósentum. En hver gæti sameinað sundraðan flokk inn í framtíðina? Guðrún Hafsteinsdóttir hefur játað því að hafa fengið áskoranir um framboð til formanns flokksins. Koma verður í ljós hvort hún láti slag standa.Vísir/Vilhelm Það skildi enginn útiloka fyrrnefnd þrjú en sífellt fleiri innan Sjálfstæðisflokksins eru farnir að horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Það þykir Guðrúnu til tekna að vera hvað minnst umdeild innan flokksins af mögulegum formannsefnum. Hún þykir hafa staðið í lappirnar í útlendingamálum eftir að hafa tekið við dómsmálaráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni á síðasta kjörtímabili. Skemmst er að minnast afdráttarlauss svars hennar í máli Yazan Tamimi þegar brottvísun hennar var frestað. Það hafi verið henni þvert um geð. Útlendingamálin brenna á flokksmönnum og hafa gert um nokkurn tíma. Sumir flokksmenn telja ljóst að fylgi flokksins hafi meðal annars hrapað vegna seinagangs ríkisstjórnar í þeim málum þar sem Vinstri græn hafi staðið í vegi fyrir nauðsynlegum breytingum. Miðflokkurinn hafi tekið útlendingamálin fastari tökum og þangað hafi flokkurinn misst nokkuð fylgi. En ekkert heyrist frá Guðrúnu frekar en Áslaugu, Þórdísi eða Guðlaugi. Það þýðir líka lítið að spyrja. Ekkert þeirra er líklegt til að gefa nokkuð uppi um plön sín nema með skipulögðum kortlögðum hætti. Bjarni Benediktsson hafði verið þrálátlega spurður út í framtíð sína sem formaður en gaf ekkert uppi fyrr en með Facebook-status þann 6. janúar. Fræðilega séð gætu öll fjögur boðið sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins en það má telja ólíklegt og næsta útilokað. Sú leið myndi benda til meiri sundrungar en samtöðu innan flokksins. Mun líklegra má telja að framboðin verði í mesta lagi tvö. Þar er Áslaug Arna langlíklegust eins og staðan er í dag og sú eina sem virðist augljóslega vinna að framboði. Hún sagði á dögunum flokkinn þurfa „ferskt og nýtt upphaf“ og Þórdís sagði flokkinn þurfa að „breikka faðminn“. Fyrirkomulagið í kosningum til formanns spilar líka stóra rullu en því má líkja við hið umdeilda einvígi Söngvakeppninnar, sem nú hefur verið lagt af, þótt fyrirkomulagið sé mjög hefðbundið. Til að ná kjöri þarf meirihluta atkvæða en annars kjósa á ný á milli tveggja efstu frambjóðenda. Óvissan er mun meiri hjá hinum þremur. Þá er alltaf mögulegt að einhver bjóði óvænt fram krafta sína á síðustu stundu en möguleikar á slíku framboði eru hverfandi enda ljóst að sá sem ætlar að ná kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að ræsa vélarnar, hringja símtölin og tryggja sér stuðning landsfundarfulltrúa í tæka tíð. Þá má nefna að Snorri Ásmundsson listamaður hefur þegar tilkynnt um framboð til formanns, ekki í fyrsta skipti. Þá telja sumir að inn í umræðu formannsefna sín á milli í aðdraganda landsfundar og mögulegs samkomulags um framboð, og ekki framboð, geti fléttast loforð um stuðning í borgarstjórnarkosningunum 2026. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í minnihluta í hálfan annan áratug. Þar þykir mörgum Sjálfstæðismanninum augljóst tækifæri fyrir sterkan flokksmann að taka til hendinni. Helst hafa verið nefnd til sögunnar Reykjavíkurfólkið Áslaug Arna og Guðlaugur Þór. Spennan er í það minnsta mikil og verður fróðlegt að sjá hver verður kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins sunnudaginn 2. mars.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð. 19. janúar 2025 13:49 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð. 19. janúar 2025 13:49
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent