52 ár fyrir Southport-morðin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 18:50 Teiknuð mynd af Axel Rudakubana þar sem hann öskrar yfir dómsalinn. AP/Elizabeth Cook Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi. Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin. Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin.
Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira