Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2025 12:02 Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi og litið mjög alvarlegum augum. vísir/vilhelm Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Árásin átti sér stað í desember og er lýst sem hrottalegri. Mbl.is greindi fyrst frá en þar segir að nokkur ungmenni hafi gengið í skrokk á manni sem þau leiddu í gildru með tálbeituaðferð. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir að manninum hafi verið veittir alvarlegir áverkar þó hann geti ekki farið nánar út í líðan hans en maðurinn sjálfur tilkynnt atvikið til lögreglu. „Síðan fer myndskeið af þessu á samfélagsmiðla og upptökur þannig það liggur nú fyrir hvað gerðist. Þetta er í rannsókn. Það er búið að handtaka einhverja út af þessu en rannsókn er ekki lokið.“ Árásin til á myndskeiði Og lítur allt út fyrir að árásarmennirnir hafi sjálfir tekið árásina upp á myndskeið í þeim tilgangi að dreifa því á samfélagsmiðlum. Ásmundur segir að mögulega verði fleiri handteknir vegna málsins. Yfirheyrslur hafi staðið yfir og er málið á lokametrum rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun karlmaðurinn, sem búsettur er á Akranesi, hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Hópurinn stundi tálbeituaðferðir Nútíminn greindi frá því í síðustu viku að hópur ungmenna stundi það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði svo í kvöldfréttum okkar fyrir viku að nokkuð væri um slíka háttsemi og að hún væri litin grafalvarlegum augum. Ásmundur tekur undir og segir þetta tiltekna mál á Akranesi grafalvarlegt. „Og þegar einhverjir úti í bæ, eins og það er orðað, ákveða eitthvað og telja einhverja seka um eitthvað og lokka þá svona til sín. Þetta er náttúrulega grafalvarlegt, grafalvarlegt í raun.“ Og getur verið stórhættulegt? „Algjörlega. Þessum aðila eru veitt það mikið af höggum að þetta hefði getað farið mjög illa.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Akranes Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Árásin átti sér stað í desember og er lýst sem hrottalegri. Mbl.is greindi fyrst frá en þar segir að nokkur ungmenni hafi gengið í skrokk á manni sem þau leiddu í gildru með tálbeituaðferð. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir að manninum hafi verið veittir alvarlegir áverkar þó hann geti ekki farið nánar út í líðan hans en maðurinn sjálfur tilkynnt atvikið til lögreglu. „Síðan fer myndskeið af þessu á samfélagsmiðla og upptökur þannig það liggur nú fyrir hvað gerðist. Þetta er í rannsókn. Það er búið að handtaka einhverja út af þessu en rannsókn er ekki lokið.“ Árásin til á myndskeiði Og lítur allt út fyrir að árásarmennirnir hafi sjálfir tekið árásina upp á myndskeið í þeim tilgangi að dreifa því á samfélagsmiðlum. Ásmundur segir að mögulega verði fleiri handteknir vegna málsins. Yfirheyrslur hafi staðið yfir og er málið á lokametrum rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun karlmaðurinn, sem búsettur er á Akranesi, hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Hópurinn stundi tálbeituaðferðir Nútíminn greindi frá því í síðustu viku að hópur ungmenna stundi það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði svo í kvöldfréttum okkar fyrir viku að nokkuð væri um slíka háttsemi og að hún væri litin grafalvarlegum augum. Ásmundur tekur undir og segir þetta tiltekna mál á Akranesi grafalvarlegt. „Og þegar einhverjir úti í bæ, eins og það er orðað, ákveða eitthvað og telja einhverja seka um eitthvað og lokka þá svona til sín. Þetta er náttúrulega grafalvarlegt, grafalvarlegt í raun.“ Og getur verið stórhættulegt? „Algjörlega. Þessum aðila eru veitt það mikið af höggum að þetta hefði getað farið mjög illa.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Akranes Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira