Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 16:54 Hermenn á lofti yfir Tibu í Catatumbo-héraði í Kólumbíu. EPA/MARIO CAICEDO Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela. Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni. Kólumbía Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni.
Kólumbía Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira