Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson og skrifa 25. janúar 2025 07:02 Samkvæmt fréttum virðist liggja fyrir að framboð, sem ekki er skráð sem stjórnmálaflokkur, hefur fengið fjárframlög úr ríkissjóði og vísvitandi nýtt þau í kosningabaráttu sína þrátt fyrir að viðurkenna að hafa ekki átt rétt á þeim. Samkvæmt lögum nr. 162/2006 eiga eingöngu skráðir stjórnmálaflokkar rétt á slíkum framlögum. Mikilvægt er fyrir Alþingi að skera úr um áhrif þessara upplýsinga á kosningarnar sem fram fóru 30. nóvember síðastliðinn og mögulegan aðstöðumun framboða til kosninga í þessu ljósi. Í lýðræðissamfélagi verður að ríkja traust gagnvart kosningakerfum og leikreglur þurfa að vera bæði skýrar og sanngjarnar. Því er brýnt að tryggja jafnræði framboða og frambjóðenda í kosningum og líklegt að sú krafa sé almenn hér á landi. Það vekur því upp spurningar þegar framboð virðist hafa komist upp með að nýta fjárframlög, sér í lagi í kosningabaráttu, án þess að uppfylla kröfur samkvæmt lögum. Kosningalög nr. 24/2000 gera þá kröfu að framboð uppfylli öll formskilyrði til að teljast gild. Sú staðreynd að eitt framboð þurfti ekki að uppfylla sömu kröfur og önnur getur varla talist léttvægt. Dómar Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur fjallað um mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar njóti jafnræðis í fjármögnun og að stjórnvöld tryggi að athafnir þess skekki ekki lýðræðislegt ferli. Óhjákvæmilegt er að bera saman þá stöðu sem virðist uppi hér á landi þar sem ekki öll framboð í síðustu kosningum eru skráð stjórnmálasamtök og því virðast gilda mismunandi lög um framboðin og skyldur þeirra. Dómur MDE í máli Parti Nationaliste Basque gegn Frakklandi fjallaði m.a. um nauðsyn þess að reglur um kosningar séu skýrar og þeim framfylgt á samræmdan hátt. Annað dæmi er mál Cumhuriyet Halk Partisi gegn Tyrklandi en í báðum tilvikum var um mismunun stjórnvalda gagnvart framboðum að ræða og þar með brot á Mannréttindasáttmálanum. Eflaust eru dæmin fleiri sem vísa má til en kjarni málsins er alltaf sá sami. Öll framboð eiga að vera undir sömu lög og reglur sett. Skyldur stjórnvalda til eftirlits Á Íslandi er það stjórnvalda að fylgja eftir lögum nr. 162/2006 og kosningalögum nr. 24/2000. Kjörstjórnir hafa þar veigamikið hlutverk. Ef það hefur ekki verið gert, gæti ríkið talist hafa vanrækt skyldur sínar. Hvers konar mismunun getur því brotið gegn réttindum einstaklinga og flokka. Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar kveður á um að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum. Ef allir stjórnmálaflokkar, að einum undaskildum, þurfa að gangast undir lagakröfur t.d. skila fjárhagsgögnum, staðfesta skráningu og fylgja tilteknum reglum gæti það falið í sér brot á jafnræðisreglu. Í þessu samhengi gæti verið lagt útfrá því að eitt framboð hafi haft óeðlilegt forskot enda ekki undir sömu kvaðir sett. Einnig verður að velta upp þeirri spurningu hvers vegna framboð sem ekki er skráð stjórnmálasamtök fékk aðgang að kjörskrá og listabókstaf. Samkvæmt kosningarlögum er stjórnmàlasamtökum einum heimilt að bjóða fram. Landskjörstjórn virðist hafa virt það að vettugi. Það hlýtur að teljast mikilvægt að lögmæti framboðsins sé hafið yfir vafa í þágu frambjóðenda þess og ekki síst kjósenda. Alþingi gefur kosningum heilbrigðisvottorð Í lýðræðisríkjum er almennt viðurkennt að jafnræði í fjármögnun stjórnmálaflokka og kosninga sé grundvallaratriði til að tryggja sanngjarna niðurstöðu. Leiði rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis í ljós að einn flokkur naut undanþágu frá skilyrðum sem aðrir flokkar þurftu að uppfylla verður að meta áhrif þeirrar mismununar á kosningaúrslit. Alþingi þarf einnig að rannsaka, útfrá jafnræðisreglu, mögulega notkun framboðs á fjárframlagi frá stjórnvöldum í kosningabaráttu sem það hefur viðurkennt að eiga ekki rétt á. Einnig þarf að skoða ferli við veitingu listabókstafs og samþykktar framboðs sem ekki er skráð stjórnmálaafl og aðgang þess að kjörskrá. Hafa þarf í huga rétt þeirra sem skráðir eru á kjörskrá og máttu búast við því að aðeins til þess bærir aðilar fengju aðgang að þeirra gögnum. Það er mikilvægt að alþingismenn geti með góðri samvisku gefið alþingiskosningunum heilbirgðisvottorð á fyrsta þingfundi og hvergi beri skugga á. Á Íslandi er þingræði og þar liggur síðasta orðið. Með bréfi þessu vil ég ítreka þær skyldur sem á undirbúningskjörbréfanefnd hvíla og þeim þingmönnum sem Landskjörstjórn hefur veitt kjörbréf. Alþingismenn þurfa greinargóðar upplýsingar til þess að geta kynnt sér málavöxtu enda þeirra að kjósa eftir sannfæringu sinni. Höfundur er varaþingmaður og fyrrverandi nefndarmaður í undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Jóhann Friðrik Friðriksson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum virðist liggja fyrir að framboð, sem ekki er skráð sem stjórnmálaflokkur, hefur fengið fjárframlög úr ríkissjóði og vísvitandi nýtt þau í kosningabaráttu sína þrátt fyrir að viðurkenna að hafa ekki átt rétt á þeim. Samkvæmt lögum nr. 162/2006 eiga eingöngu skráðir stjórnmálaflokkar rétt á slíkum framlögum. Mikilvægt er fyrir Alþingi að skera úr um áhrif þessara upplýsinga á kosningarnar sem fram fóru 30. nóvember síðastliðinn og mögulegan aðstöðumun framboða til kosninga í þessu ljósi. Í lýðræðissamfélagi verður að ríkja traust gagnvart kosningakerfum og leikreglur þurfa að vera bæði skýrar og sanngjarnar. Því er brýnt að tryggja jafnræði framboða og frambjóðenda í kosningum og líklegt að sú krafa sé almenn hér á landi. Það vekur því upp spurningar þegar framboð virðist hafa komist upp með að nýta fjárframlög, sér í lagi í kosningabaráttu, án þess að uppfylla kröfur samkvæmt lögum. Kosningalög nr. 24/2000 gera þá kröfu að framboð uppfylli öll formskilyrði til að teljast gild. Sú staðreynd að eitt framboð þurfti ekki að uppfylla sömu kröfur og önnur getur varla talist léttvægt. Dómar Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur fjallað um mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar njóti jafnræðis í fjármögnun og að stjórnvöld tryggi að athafnir þess skekki ekki lýðræðislegt ferli. Óhjákvæmilegt er að bera saman þá stöðu sem virðist uppi hér á landi þar sem ekki öll framboð í síðustu kosningum eru skráð stjórnmálasamtök og því virðast gilda mismunandi lög um framboðin og skyldur þeirra. Dómur MDE í máli Parti Nationaliste Basque gegn Frakklandi fjallaði m.a. um nauðsyn þess að reglur um kosningar séu skýrar og þeim framfylgt á samræmdan hátt. Annað dæmi er mál Cumhuriyet Halk Partisi gegn Tyrklandi en í báðum tilvikum var um mismunun stjórnvalda gagnvart framboðum að ræða og þar með brot á Mannréttindasáttmálanum. Eflaust eru dæmin fleiri sem vísa má til en kjarni málsins er alltaf sá sami. Öll framboð eiga að vera undir sömu lög og reglur sett. Skyldur stjórnvalda til eftirlits Á Íslandi er það stjórnvalda að fylgja eftir lögum nr. 162/2006 og kosningalögum nr. 24/2000. Kjörstjórnir hafa þar veigamikið hlutverk. Ef það hefur ekki verið gert, gæti ríkið talist hafa vanrækt skyldur sínar. Hvers konar mismunun getur því brotið gegn réttindum einstaklinga og flokka. Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar kveður á um að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum. Ef allir stjórnmálaflokkar, að einum undaskildum, þurfa að gangast undir lagakröfur t.d. skila fjárhagsgögnum, staðfesta skráningu og fylgja tilteknum reglum gæti það falið í sér brot á jafnræðisreglu. Í þessu samhengi gæti verið lagt útfrá því að eitt framboð hafi haft óeðlilegt forskot enda ekki undir sömu kvaðir sett. Einnig verður að velta upp þeirri spurningu hvers vegna framboð sem ekki er skráð stjórnmálasamtök fékk aðgang að kjörskrá og listabókstaf. Samkvæmt kosningarlögum er stjórnmàlasamtökum einum heimilt að bjóða fram. Landskjörstjórn virðist hafa virt það að vettugi. Það hlýtur að teljast mikilvægt að lögmæti framboðsins sé hafið yfir vafa í þágu frambjóðenda þess og ekki síst kjósenda. Alþingi gefur kosningum heilbrigðisvottorð Í lýðræðisríkjum er almennt viðurkennt að jafnræði í fjármögnun stjórnmálaflokka og kosninga sé grundvallaratriði til að tryggja sanngjarna niðurstöðu. Leiði rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis í ljós að einn flokkur naut undanþágu frá skilyrðum sem aðrir flokkar þurftu að uppfylla verður að meta áhrif þeirrar mismununar á kosningaúrslit. Alþingi þarf einnig að rannsaka, útfrá jafnræðisreglu, mögulega notkun framboðs á fjárframlagi frá stjórnvöldum í kosningabaráttu sem það hefur viðurkennt að eiga ekki rétt á. Einnig þarf að skoða ferli við veitingu listabókstafs og samþykktar framboðs sem ekki er skráð stjórnmálaafl og aðgang þess að kjörskrá. Hafa þarf í huga rétt þeirra sem skráðir eru á kjörskrá og máttu búast við því að aðeins til þess bærir aðilar fengju aðgang að þeirra gögnum. Það er mikilvægt að alþingismenn geti með góðri samvisku gefið alþingiskosningunum heilbirgðisvottorð á fyrsta þingfundi og hvergi beri skugga á. Á Íslandi er þingræði og þar liggur síðasta orðið. Með bréfi þessu vil ég ítreka þær skyldur sem á undirbúningskjörbréfanefnd hvíla og þeim þingmönnum sem Landskjörstjórn hefur veitt kjörbréf. Alþingismenn þurfa greinargóðar upplýsingar til þess að geta kynnt sér málavöxtu enda þeirra að kjósa eftir sannfæringu sinni. Höfundur er varaþingmaður og fyrrverandi nefndarmaður í undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun