Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 12:14 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra. Hann hefur áður boðið sig fram til formanns flokksins. Það var árið 2022, en laut í lægra haldi gegn Bjarna Benediktssyni. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum. Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira