Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2025 17:27 Stefán Teitur skoraði sitt fyrsta mark fyrir Preston í dag. Richard Sellers/Getty Images Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark á Englandi þegar Preston North End vann mikilvægan 2-1 sigur á Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þá skoraði Jón Daði Böðvarsson annan leikinn í röð fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni. Stefán Teitur kominn á blað Stefán Teitur hóf leikinn á miðri miðju Preston og átti frábæran leik þær 60 mínútur sem hann spilaði. Hann kom sínum mönnum yfir á 28. mínútu eftir sendingu Milutin Osmajić. Staðan var 1-1 þegar Skagamaðurinn var tekinn af velli en Preston tókst að landa eins marks sigri, lokatölur 2-1 á Deepdale-vellinum í Preston. 😮💨#pnefc pic.twitter.com/4Erf2fUnl5— Preston North End FC (@pnefc) January 25, 2025 Preston er með 37 stig í 14. sæti að loknum 29 leikjum. Sjö stigum á eftir Middlesbrough sem er í 6. sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson átti fínan leik í miðverðinum hjá Plymouth Argyle sem náði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sunderland. Guðlaugur Victor og félagar eru í botnsæti deildarinnar með 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn Rovers sem mátti þola 2-1 tap gegn Bristol City. Arnór er að glíma við meiðsli á læri. Jón Daði að njóta sín Jón Daði stimplaði sig inn með krafti þegar hann hjálpaði Burton að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember með marki gegn Wigan Athletic. Hann hélt uppteknum hætti í dag og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik þegar Burton tók á móti Rotherham. Some first period 🤩 #BAFC pic.twitter.com/4PAvpmwn8P— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Gestirnir skoruðu strax í upphafi leiks en Jón Daði svaraði skömmu síðar og bætti þriðja marki heimamanna við undir lok fyrri hálfleiks. Segja má að Burton hafi gert út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks áður en Rotherham minnkaði muninn í 4-2. Jón Daði var tekinn af velli á 87. mínútu og lauk leiknum með 4-2 sigri Burton sem er komið með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. A four-midable performance to give us the W 😍#BAFC pic.twitter.com/e8HPXmnQel— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Benóný Breki Andrésson sat allan tímann á varamannabekk Stockport County sem vann 2-0 sigur á Crawley. Stockport er í 5. sæti með 44 stig að loknum 27 leikjum. Jason Daði Svanþórsson spilaði rúma klukkustund þegar Grimsby tapaði 3-0 fyrir Barrow í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 38 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Stefán Teitur kominn á blað Stefán Teitur hóf leikinn á miðri miðju Preston og átti frábæran leik þær 60 mínútur sem hann spilaði. Hann kom sínum mönnum yfir á 28. mínútu eftir sendingu Milutin Osmajić. Staðan var 1-1 þegar Skagamaðurinn var tekinn af velli en Preston tókst að landa eins marks sigri, lokatölur 2-1 á Deepdale-vellinum í Preston. 😮💨#pnefc pic.twitter.com/4Erf2fUnl5— Preston North End FC (@pnefc) January 25, 2025 Preston er með 37 stig í 14. sæti að loknum 29 leikjum. Sjö stigum á eftir Middlesbrough sem er í 6. sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson átti fínan leik í miðverðinum hjá Plymouth Argyle sem náði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sunderland. Guðlaugur Victor og félagar eru í botnsæti deildarinnar með 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn Rovers sem mátti þola 2-1 tap gegn Bristol City. Arnór er að glíma við meiðsli á læri. Jón Daði að njóta sín Jón Daði stimplaði sig inn með krafti þegar hann hjálpaði Burton að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember með marki gegn Wigan Athletic. Hann hélt uppteknum hætti í dag og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik þegar Burton tók á móti Rotherham. Some first period 🤩 #BAFC pic.twitter.com/4PAvpmwn8P— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Gestirnir skoruðu strax í upphafi leiks en Jón Daði svaraði skömmu síðar og bætti þriðja marki heimamanna við undir lok fyrri hálfleiks. Segja má að Burton hafi gert út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks áður en Rotherham minnkaði muninn í 4-2. Jón Daði var tekinn af velli á 87. mínútu og lauk leiknum með 4-2 sigri Burton sem er komið með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. A four-midable performance to give us the W 😍#BAFC pic.twitter.com/e8HPXmnQel— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Benóný Breki Andrésson sat allan tímann á varamannabekk Stockport County sem vann 2-0 sigur á Crawley. Stockport er í 5. sæti með 44 stig að loknum 27 leikjum. Jason Daði Svanþórsson spilaði rúma klukkustund þegar Grimsby tapaði 3-0 fyrir Barrow í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 38 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira