Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. janúar 2025 19:38 Það voru fagnaðarfundir í Petah Tikva þegar þyrla Ísraelshers lenti með fjóra gísla sem Hamas slepptu úr haldi í dag. Sömu sögu var að segja í Gasaborg þegar rúmlega 200 föngum Ísraelshers var sleppt úr haldi. AP Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi. Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent