Innlent

Guð­laugur ætlar ekki í for­manninn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gengt nokkrum ráðherraembættum.
Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.

Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu.

Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.

Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmann flokksins og fyrrverandi ráðherra, að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsdundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars.

Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð.

Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Fréttin er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×