Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 16:05 Dómsmálaráðherrarnir fyrrverandi, Áslaug og Sólveig Pétursdóttir, féllust í faðma að fundinum loknum. RAX Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. Áslaug fór um víðan völl í ræðunni sinni. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Bjarna Benediktssyni samstarfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hún skaut á nýja ríkisstjórn, sem hún kallaði tveggja flokka vinstristjórn með félagasamtökum sem stefni að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar. Sjá einnig: Áslaug ætlar í formanninn Kosið verður í embættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um mánaðamót febrúar og mars. Áslaug er ein í framboði enn sem komið er. Húsfyllir var í Sjálfstæðissalnum. RAX Athygli vakti að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins lét sjá sig á fundinum. Fréttastofa hafði samband við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann vegna þess, en hún segir ekki ástæðu til að lesa í ákvörðun þingmannanna að mæta ekki. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Áslaug Arna nýtur mikils stuðnings og trausts víða í hinum ýmsu kimum flokksins og þar með einnig hjá kjörnum fulltrúum hans. Það getur einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki og eins er alvanalegt að kjörnir fulltrúar haldi að sér höndum á meðan línur eru að skýrast og þá sérlega í þeirri stöðu sem uppi er núna þegar ekki er verið að bjóða fram gegn sitjandi forystu,“ segir Hildur. Merkið sem prýddi ræðupúltið og skjáinn segir Áslaug sitt. Henni hafi ekki fundist passa að nota merki flokksins í sína persónulegu baráttu. RAX Hún segist mikil vinkona og aðdáandi Áslaugar en í senn þingflokksformaður flokksins alls og þar af leiðandi allra þingmanna. Meðal þeirra hafi einhverjir sagst íhuga framboð til formanns. „Ég tel því rétt að gefa ekki upp hvern ég mun styðja til formennsku í okkar góða flokki fyrr en þegar nær dregur landsfundi.“ Hún muni gera skilmerkilega grein fyrir því hvern hún styður þegar eftir að nýtt þing er komið saman og landsfundur nálgast. „Það er mikilvægt að þingflokkurinn byrji þingið af krafti í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í rúmlega áratug. Þar er af nógu að taka og mikilvægt að við einbeitum okkur saman að því verkefni,“ segir Hildur. Í fjarveru þingflokksins vakti þó athygli að nánir aðstandendur þingmanna í flokknum létu sjá sig á fundinum. Þeirra á meðal er Gísli Árnason sambýlismaður Hildar Sverrisdóttur, Margrét Bjarnadóttir dóttir Bjarna Benediktssonar og Ísak Ernir Kristinsson unnusti hennar. Þá var Sigurgeir Jónasson sonur Rósu Guðbjartsdóttur mættur á fundinn. Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari var á staðnum og festi viðburðinn á filmu. Myndirnar má sjá hér að neðan. Ungir Sjálfstæðismenn áttu fulltrúa á fremsta bekk. RAX Sólveig Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra mætti á fundinn. RAX RAX Áslaug ávarpaði salinn. RAX Sólveig Guðrún og Áslaug að fundinum loknum. Sólveig gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003. RAX Ljóst er að Áslaug á sér aðdáendur úr ýmsum áttum. RAX Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbrautum lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Áslaug fór um víðan völl í ræðunni sinni. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Bjarna Benediktssyni samstarfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hún skaut á nýja ríkisstjórn, sem hún kallaði tveggja flokka vinstristjórn með félagasamtökum sem stefni að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar. Sjá einnig: Áslaug ætlar í formanninn Kosið verður í embættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um mánaðamót febrúar og mars. Áslaug er ein í framboði enn sem komið er. Húsfyllir var í Sjálfstæðissalnum. RAX Athygli vakti að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins lét sjá sig á fundinum. Fréttastofa hafði samband við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann vegna þess, en hún segir ekki ástæðu til að lesa í ákvörðun þingmannanna að mæta ekki. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Áslaug Arna nýtur mikils stuðnings og trausts víða í hinum ýmsu kimum flokksins og þar með einnig hjá kjörnum fulltrúum hans. Það getur einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki og eins er alvanalegt að kjörnir fulltrúar haldi að sér höndum á meðan línur eru að skýrast og þá sérlega í þeirri stöðu sem uppi er núna þegar ekki er verið að bjóða fram gegn sitjandi forystu,“ segir Hildur. Merkið sem prýddi ræðupúltið og skjáinn segir Áslaug sitt. Henni hafi ekki fundist passa að nota merki flokksins í sína persónulegu baráttu. RAX Hún segist mikil vinkona og aðdáandi Áslaugar en í senn þingflokksformaður flokksins alls og þar af leiðandi allra þingmanna. Meðal þeirra hafi einhverjir sagst íhuga framboð til formanns. „Ég tel því rétt að gefa ekki upp hvern ég mun styðja til formennsku í okkar góða flokki fyrr en þegar nær dregur landsfundi.“ Hún muni gera skilmerkilega grein fyrir því hvern hún styður þegar eftir að nýtt þing er komið saman og landsfundur nálgast. „Það er mikilvægt að þingflokkurinn byrji þingið af krafti í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í rúmlega áratug. Þar er af nógu að taka og mikilvægt að við einbeitum okkur saman að því verkefni,“ segir Hildur. Í fjarveru þingflokksins vakti þó athygli að nánir aðstandendur þingmanna í flokknum létu sjá sig á fundinum. Þeirra á meðal er Gísli Árnason sambýlismaður Hildar Sverrisdóttur, Margrét Bjarnadóttir dóttir Bjarna Benediktssonar og Ísak Ernir Kristinsson unnusti hennar. Þá var Sigurgeir Jónasson sonur Rósu Guðbjartsdóttur mættur á fundinn. Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari var á staðnum og festi viðburðinn á filmu. Myndirnar má sjá hér að neðan. Ungir Sjálfstæðismenn áttu fulltrúa á fremsta bekk. RAX Sólveig Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra mætti á fundinn. RAX RAX Áslaug ávarpaði salinn. RAX Sólveig Guðrún og Áslaug að fundinum loknum. Sólveig gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003. RAX Ljóst er að Áslaug á sér aðdáendur úr ýmsum áttum. RAX Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbrautum lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent