Innlent

Harður á­rekstur á Miklu­braut

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Grár jeppi og hvítur smábíll lentu í árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Grár jeppi og hvítur smábíll lentu í árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Tveggja bíla árekstur varð á Miklubraut um níuleytið í kvöld. Einn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi en áverkar hans eru ekki taldir vera alvarlegir.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi dælubíl og tvo sjúkrabíla á vettvang. 

Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við Stefán Kristinsson, innivarðstjóra slökkviliðsins. Lögreglan sendi einnig fjölda bíla á vettvang.

Loka þurfti gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar vegna árekstursins en af myndbandi að dæma virðist um gráan jeppa og hvítan smábíl að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×