Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir nutu þess að keppa saman í Miami um helgina. Talking Elite Fitness Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir kepptu saman um helgina á Wodapalooza stórmótinu í Miami. Úr varð söguleg stund sem margir höfðu gaman af. Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira
Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira