Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir nutu þess að keppa saman í Miami um helgina. Talking Elite Fitness Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir kepptu saman um helgina á Wodapalooza stórmótinu í Miami. Úr varð söguleg stund sem margir höfðu gaman af. Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira
Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira