Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. janúar 2025 21:53 Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Ölfusi. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“ Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“
Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46
Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50