Litla dóttirin náði besta árangrinum af íslensku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 08:02 Bergrós Björnsdóttir er hér í miðjunni með samherjum sínum Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle. @lucymcgonigle.cf Ísland átti fjóra flotta keppendur í liðakeppni Wodapalooza CrossFit stórmótsins sem fór fram í Miami um helgina. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir fengu auðvitað mikla athygli enda að keppa saman í fyrsta sinn í liðakeppni. Þær voru allar að koma til baka eftir meiðsli eða barnsburð og stefnan var meira sett á að hafa gaman saman en að reyna að vinna mótið. Svo fór að lið dætranna frá Íslandi endaði í sautjánda sæti á mótinu en þátttökuliðin voru alls fjörutíu. Þær náðu tvisvar einu af tíu bestu sætunum en besti árangur liðsins í einni grein var fimmta sætið. Það var aftur á móti litla dóttirin í keppninni sem náði besta árangrinum af íslensku stelpunum. Hin stórnefnilega Bergrós Björnsdóttir náði tólfta sætinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“. Ekkert smá nafn og enginn smá árangur. Þær náðu tvisvar inn á topp fimm í keppninni og urðu í öðru sæti einni greininni. Reese Littlewood var fyrirliði liðsins en auk Bergrósar þá var Lucy Mcgonigle einnig í liðinu. Bergrós keppti fyrir hönd CrossFit Selfoss. Allar hafa þær verið að keppa við hverja aðra í unglingaflokknum síðustu ár og þær settu líka met með því að vera með yngsta liðið í sögu Wodapalooza. Þessar þrjár eiga framtíðina fyrir sér og þær ætlar sér greinilega stærri hluti í framtíðinni. „Árið 2027 verður okkar ár,“ skrifaði Lucy Mcgonigle á samfélagsmiðla og birti mynd af þeim þremur saman. Hér má sjá viðtal við stelpurnar sem Talking Elite Fitness tók í miðri keppninni. View this post on Instagram A post shared by Lucy McGonigle (@lucymcgonigle.cf) CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu Sjá meira
Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir fengu auðvitað mikla athygli enda að keppa saman í fyrsta sinn í liðakeppni. Þær voru allar að koma til baka eftir meiðsli eða barnsburð og stefnan var meira sett á að hafa gaman saman en að reyna að vinna mótið. Svo fór að lið dætranna frá Íslandi endaði í sautjánda sæti á mótinu en þátttökuliðin voru alls fjörutíu. Þær náðu tvisvar einu af tíu bestu sætunum en besti árangur liðsins í einni grein var fimmta sætið. Það var aftur á móti litla dóttirin í keppninni sem náði besta árangrinum af íslensku stelpunum. Hin stórnefnilega Bergrós Björnsdóttir náði tólfta sætinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“. Ekkert smá nafn og enginn smá árangur. Þær náðu tvisvar inn á topp fimm í keppninni og urðu í öðru sæti einni greininni. Reese Littlewood var fyrirliði liðsins en auk Bergrósar þá var Lucy Mcgonigle einnig í liðinu. Bergrós keppti fyrir hönd CrossFit Selfoss. Allar hafa þær verið að keppa við hverja aðra í unglingaflokknum síðustu ár og þær settu líka met með því að vera með yngsta liðið í sögu Wodapalooza. Þessar þrjár eiga framtíðina fyrir sér og þær ætlar sér greinilega stærri hluti í framtíðinni. „Árið 2027 verður okkar ár,“ skrifaði Lucy Mcgonigle á samfélagsmiðla og birti mynd af þeim þremur saman. Hér má sjá viðtal við stelpurnar sem Talking Elite Fitness tók í miðri keppninni. View this post on Instagram A post shared by Lucy McGonigle (@lucymcgonigle.cf)
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu Sjá meira