Viðvaranirnar sem hefjast tíu eru á Suðurlandi, Faxaflóa, og á Miðhálendinu. Fjórða viðvörunin sem hefst klukkan ellefu er í Breiðafirði.
Búist er við því að viðvaranirnar á Faxaflóa og Suðurlandi muni standa yfir til klukkan sex annað kvöld. Viðvörunin í Breiðafirði stendur yfir klukkutíma lengur. Síðan er búist við að viðvörunin á hálendinu standi yfir til miðnættis annað kvöld.
„Suðaustan 15-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni í Þrenglsum, á Hellisheiði og í uppsveitum. Einnig búist við talsverðri hálku. Varasamt ferðaveður,“ segir í lýsingu á veðrinu á Faxaflóa, Suðurlandi, og Breiðafirði.
Um miðhálendið segir hins vegar að suðaustanhríðin verði 18 til 23 metrar á sekúndu, með snjókomu eða skafrenningi. Það verði lélegt skyggni og varasamt ferðaveður.
Erfið akstursskilyrði
Í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að búast megi við erfiðum akstur skilyrðum í skafrenningi í fyrramálið.
„Það hlýnar með morgun deginum og fer að rigna á láglendi og víða hált á meðan snjó og klaka leysir, en það snjóar til fjalla og versna því akstursskilyrði enn frekar á heiðarvegum. Hægari vestlæg átt og styttir upp annað kvöld, t.d. á Hellisheiði eftir kl 18.“